Frábær helgi að baki;)

Hæ elskurnarKissing

Þetta var alveg frábær helgi, var búin að hlakka mikið til hennar og hún stóð gjörsamlega undir væntingumSmile. Föstudagurinn var nokkuð rólegur, fór í heimsóknir, var svo bara komin snemma heim og sofnuð fyrir miðnættiWink.

Á laugardaginn var ég komin snemma á æfingu, tók alveg þvílíkt á þvíWink. Eftir æfingu verslaði ég nokkrar jólagjafir, jebb ég er byrjuð á þvíWink. Börnin mín eiga bæði afmæli í desember, þannig það eru 2 barnaafmæli og að sjálfsögðu fá þau alltaf fallegar gjafir frá mömmu sinni, jólin og allar jólagjafirnar, jólamaturinn, flugeldarnir og áramótamaturinn, enginn smá pakki í desemberSmile. Til að halda geðheilsu yfir öllum fjárútlátunum hef ég valið að dreifa þessu, og vera helst búin með allar jólagjafir fyrir desemberWink. Þetta hefur virkað mjög vel, þannig ég hef haldið þessu fyrirkomulagiSmile.

Svooo ég haldi nú áfram með laugardaginn, þá bauð Elísabet vinkona mér á árshátíð í vinnunni sinni sem haldin var á GullhömrumSmile. Það var casino þema, ekkert smá gaman, ég vann meira að segja 2 drykki á barnum, sem gerði þetta ennþá skemmtilegraTounge. Elísabet var ekkert smá fín, hún hafði fengið Birtu í Juniform til að sauma á sig kjól, sem er eeekkert smááá flottur og hún að sjálfsögðu eins og drottning í kjólnumWink. Maturinn var æææðislegur, skemmtiatriðin frábær, hljómsveitin alveg snilld, kvöldið heeefði ekki getað verið betraGrin. Við dönsuðum af okkur rassgatið eins og okkur einum er lagið þegar við förum út saman, eða öllu heldur fæturna í þetta skiptiWink. Ég var orðin svo þreytt í fótunum undir lokin, var í opnum bandaskóm og fæturnir orðnir vel bólgnir af þreytu. Fæturnir sem eru að öllu jöfnu mjög nettir, voru orðnir þrefaldir ef ekki fjórfaldir. Ég lét það nú ekki stoppa mig, fór bara úr þeim og hélt áfram að dansa berfætt á dansgólfinu í fína galakjólnum mínumTounge. Kvöldið var semsagt aaalveg magnað, takk innilega fyrir mig enn og aftur elsku Elísabet mínKissingKissingKissing...... Svo má ekki gleyma henni Hiddu minni sem kom og farðaði okkur vinkonur, heima hjá mér, ekkert smá flott förðunin, við Elísabet erum ennþá að tala um hanaGrin. Takk fyrir Hidda mín, þú ert snillingurKissing....

Sunnudagurinn fór svo í að versla aaaðeins fleiri jólagjafir, nota tækifærið á meðan börnin voru hjá pabba sínum. Þau komu svo heim um kl fjögur, skelltum okkur í heimsókn til mömmu og pabba. Jói bróðir var svo yndislegur að skipta um perur fyrir mig í ljósunum á bílnum, var aaalveg orðin ljóslaus. Nú sést ég vel og rækilega í umferðinni með öll ljós 100%Wink.....

Heyri í ykkur elskurnarKissingKissingKissing....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þykist þess fullviss, að þið eruð báðar glæsilegar og frábærar, án hjálpar Hiddu. En með hennar lista-touch á ykkur, þá hafið þið hreinlega verið ómótstæðilegar. Eins gott að ég hitti ekki á ykkur, því ég veit ekki hvort ég hefði geta ráðið við mig hreinlega!!!

En frábært að heyra af þessum glæsilega degi og kvöldi hjá ykkur. Ég elska svona þemu, þó svo að ég tuði oft um að þetta sé ekkert gaman. Svo þegar maður er kominn í karakter... þá kannast maður ekkert við það að hafa sagt eitthvað annað en jákvætt!

Glæsileg ertu Silla, og það sem meira er ... nú erum við LOKSINS orðnir bloggvinir - woo hoo!

Kossar og knús frá Akureyri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 00:22

2 Smámynd: Silla Ísfeld

Já Elísabet við skemmtum okkur ekkert smá vel þegar við förum saman, þurfum að gera það oftar, ekki spurning.

Takk, takk og aftur takk fyrir Doddi. Við vorum svakalega flottar, það er svooo gaman að fara í svona prinsessu-fíling öðruhvoru. Já það er rosalega gaman að hafa þema, brýtur pínu upp og gerir kvöldið enn skemmtilegra.

Mikið er ég sammála þér Doddi minn, loooksins erum við orðnir bloggvinir.

Kossar og knús til Akureyrar

Silla Ísfeld, 6.11.2007 kl. 09:06

3 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Ekki eitt einasta orð um það að þú hafir hitt sjarmör Íslands og nágrennis.  MOI.  Jæja góða, ég leggst bara í feita fýlu.  Sob sob sob.

Búið.  Það var annars gaman að hitta þig.

Hjalti Garðarsson, 17.11.2007 kl. 23:08

4 Smámynd: Silla Ísfeld

Já heyrðu! Hverslags hallæri er það nú? Maður hittir nú ekki sjarmör Íslands og nágrenis á hverjum degi, svo segi ég ekki einu sinni frá því...

Ég skil annars ekkert í því hvernig það gat farið framhjá mér að Helga Garðars ætti stóran bróðir, en nú þegar ég veit það sé ég svip með ykkur. Hefði samt giskað endalaust hefði Elísabet ekki sagt mér það að lokum.

Já sömuleiðis, gaman að hitta þig...

Silla Ísfeld, 18.11.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband