20.1.2007 | 19:26
Laugardagur 20. Janúar. 2007
Hæ elskurnar
Ekkert smá langt síðan ég hef bloggað, ég verð nú heldur betur að fara taka mig til í andlitinu. Annars hafa aðstæður verið þannig, síðustu 2 vikur að ég hef varla haft tíma til að pissa. Meira að segja hef ég mætt sjaldnar á æfingar en ég er vön. Síðustu 2 ár hef ég mætt 6-9 sinnum í viku á æfingu, en síðustu 2 vikur hef ég mætt 3 í viku á gjörsamlega brengluðum tíma. Þetta hefur aldrei gerst áður, enda heldur óvanalegar aðstæður hjá mér þessa dagana. Þetta er bara tímabundið sem betur fer. Innan skamms verð ég farin að æfa á mínum tíma, með mínu fólki eins og ég er vön. Eins og þið heyrið er ég alls ekki sátt við að æfa svona sjaldan. Mér finnst það alveg glatað og líður frekar illa að hafa ekki komist í ræktina eins oft og ég vildi. Upp á síðkastið hefur bara annað og mikilvægara haft forgang. Mér er samt farið að þysta í gömlu góðu regluna aftur. Vonandi kemst hún aftur á í næstu viku.
Söngskólinn hjá Elís Viktor byrjaði í dag. Hann var búin að telja niður dagana frá því um jólin, honum hlakkaði svo til að fara í söngskólann aftur eftir jólafrí. Þegar við komum svo í söngskólann í dag, ríghéltann um lærið á mér og ætlaði ekki að sleppa. Veit ekki alveg hvaða stælar það voru, hann veit það ekki einu sinni sjálfur.
Jæja nú er ég komin í þennan þvílíka framkvæmdarhug. Baðherbergisinnrétting er næst á dagskrá. Ég er búin að teikna smá uppkast, hvernig ég myndi vilja hafa hana. Á aðeins eftir að úthugsa hana betur, ég er nefninlega með erfit horn inná baði sem ég þarf að hugsa svolítið betur. Ég ætla reyna koma því við í næstu viku að kanna verð og annað. Ekkert smá spennó. Þetta verður dýr pakki, ég þarf líklegar að gera þetta í skömmtum. það er þó betra að gera það þannig, heldur en að láta bráðabyrgða innréttingu sem endar með því að vera, eða eyða langt um efni fram. Það vil ég ekki. Ætla byrja á því að kanna þetta í næstu viku. OOhh ég hlakka svo til, þetta er svo gaman.......
ROSALEGA LANGAR MIG Á HLUSTENDARVERÐLAUN FM. 95,7. EN YKKUR???....
Jæja ætla láta þetta gott heita, góða nótt elskurnar....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.