Þvílíkur spenningur:)

Hæ elskurnarKissing

Fyrsti jólasveinninn kom síðustu nótt eins og þið vitið flest. Börnin mín voru svo rosalega spennt að sjá hvað þau fengu í skóinn og glaðvöknuðu klukkan 4.30 í nótt og sofnuðu ekki aftur fyrr en kl 6Shocking. Sá það alveg í hillingum að kúra 45 mínútur í viðbót, vöknum alltaf 6.45 svo við getum átt rólegan og notalegan morgun áður en við höldum út í daginn. Nei nei við steinsváfum yfir okkur og vöknuðum ekki fyrr en 8.15W00t. Ohh þetta er ekkert smá óþægileg tilfinning að vakna svona seint. Kennarar barnanna gátu nú samt ekki annað en hlegið þegar ég sagði þeim ástæðuna af hverju við sváfum yfir okkurGrin. Æj greygin voru svo spennt að sjá hvað jólasveinninn hafði gefið þeim í skóinn, ég skil þau svooo vel, man svo ljóslifandi hvernig ég var sjálf á þeirra aldriWink. Reyndar hef ég ekkert breyst að þessu leiti, ég er svo mikið jólabarn og vona að það þroskist aaaldrei af mérSmile.

Við megum samt ekki endurtaka leikinn á morgun og sofa yfir okkur, því ég þarf að vakna kl: 6 í fyrramálið og búa til heitt kakó fyrir 45 manns og rúmlega þaðWink. Jebb ég er bekkjarfulltrúi í bekknum hjá Lísu Maríu, í tveimur fyrstu tímunum á morgun verður piparkökumálun með foreldrum, ég tók að mér að koma með heitt kakóWink. Það er eins gott að halda rétt á spöðunum og vona að börnin sofi nóttina á enda, sem þau gera örugglega þessar elskurInLove. það var bara svo mikill spenningur yfir fyrsta jólasveininumSmile.

Annakvöld er svo saumaklúbbur við erum akkúrat 1 árs núna og ætlum að halda aðeins upp á það og fara út að borða, ossa, ossa gamanGrin.

Heyri í ykkur elskurnarKissingKissingKissing....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Silla ... ég vona að þið hafið ekki sofið yfir ykkur þegar Giljagaur kom í nótt. Hér á mínu heimili var spenningur yngri dótturinnar svo mikill að í fyrsta skipti síðan þær fluttu hingað til mín ... þá vaknaði hún spennt á undan okkur og var komin í föt og tilbúin að fá sér að borða - og sýna okkur hvað Stekkjastaur hafði gefið henni

En það er líka alltaf sami dugnaðurinn í þér ... fyrst afmælispartí fyrir rúmlega 20 krakka og núna er það kakó fyrir 45 manns ... sem hefur eflaust smakkast vel í morgun. Í kvöld vona ég að þú náir að skemmta þér vel með saumaklúbbnum og fáið ykkur nú eitthvað virkilega ljúft og dilissjös að snæða.

Bestu kveðjur að norðan,
kossar og knús

      Doddi
 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 15:20

2 Smámynd: Silla Ísfeld

Elsku Doddi minn, það er alltaf svo gaman að fá comment frá þér, þau eru alltaf svo innileg.

 Já blessuð börnin eru yndisleg.

Við vöknuðum á réttum tíma í morgun, ég kl. 6 að búa til kakóið sem smakkaðist mjög vel, takk fyrir.

Afmælisveislurnar eru ekki alveg búnar á mínu heimili, því sonur minn á líka afmæli í desember og verður 6 ára. Þá verður líka 20 barna bekkjarafmæli. Ég er svo heppin að finnast gaman að halda veislur og boð og set þetta ekkert fyrir mig. Finnst bara æðislegt og hrein forréttindi að fá að kynnast bekkjarfélögum barnanna minna enn betur.

Já ég skemmti mér mjög vel í saumaklúbbnum og fékk æðislegan mat, og frábæran afmælisdesert í tilefni af 1 árs afmæli saumaklúbbsins sem við borðuðum allar saman í boði hússins....

Þúsund kossar og rembingsknús til þín elsku Doddi minn...

Já Elísabet mín, þú ert alltaf velkomin ástin mín, þú veist það. Ég þarf líka að koma til þín og kíkja á tækið fyrir þig og ath hvort ég geti ekki gert eitthvað í þessu. Takk en og aftur elskan mín fyrir að eyða vírusnum út fyrir mig, þú ert svo mikill tölvusnillingur.

Lov jú baby....

Silla Ísfeld, 14.12.2007 kl. 00:34

3 identicon

Elsku Silla ... auðvitað er það frábært að finnast gaman að halda veislur, en það breytir því ekki að þú ert súperdugleg! Duglegust, eins og súperdúllan Lísa segir!

Veit ekki hvernig þetta verður með afmæli stelpnanna hér (11 og 13 ára) - þær vilja bara bjóða stelpum í partí - ... það verður skemmtun

Gott að heyra líka af góðum mat, maður þurrkar ávallt ómeðvitað slefið í munnvikunum þegar lesið er um dýrindis máltíðir. Hér í vinnunni verður lasagna í hádegismat! Ó já ... það verður borðað!!!

Hlýjar kveðjur, kossar og knús til þín og þinna!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 10:20

4 Smámynd: Silla Ísfeld

Æj takk fyrir Doddi minn

Stelpupartý á aldrinum 11- 13 ára, það verður æðislegt stuð hjá ykkur.

Verði þér að góðu í hádeginu Doddi minn, umm lasagna er svo gott. Það hljóta vera komin góð 5 ár síðan ég fékk lasagna síðast, eins og það er nú gott. Ég held ég verði nú að skella í eitt stk lasagna sem allra fyrst....

Bestu kveðjur til þín og ykkar allra kæra fjölskylda

Silla Ísfeld, 14.12.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband