30.1.2007 | 20:30
Þriðjudagur 30. Janúar. 2007
Hæ elskurnar
Ég er svo mikil dellukerling, nú er ég alveg að spila út í dellunni. Mig langar svo á snjósleða, ég er að deyja, pannta ferð og fara góður hópur saman. Það væri geggjað stuð. Nú ligg ég líka í öllum blöðum að skoða mótorhjól, var búin að ákveða að fá mér hjól núna í vor. Svo geysist ég á mótorfák, og hræææðist ekki neitt( bara að fíflast, þetta er lag). Ætla samt að reyna standa við það þetta vorið, að fá mér hjól. Ég svaf ekki á næturnar síðasta sumar, mig langaði svo í hjól........ En hvað segiði um að skella okkur á snjósleða fljótlega. Fara góður hópur saman, við gætum þess vegna farið á skíði, ef þið þorið ekki á snjósleða. Allir með kakó og nesti, ótrúlega gaman ekki satt. Það væri samt geðveikt stuð að fara á snjósleða vvuuunnn, vvvuuunnn, vvuunn.
Nú er mér farið að vanta sumarbæklingana fyrir utanlandsferðina í sumar, takk fyrir. Já við börnin ætlum að skella okkur út í sumar. Stendur til að fara stórfjölskyldan saman, höfum aldrei gert það áður. Mamma, pabbi, systkyni, maki/ makar (aldrei að vita hvað verður) og börnin okkar að sjálfsögðu. Hver ætli standi fyrir þessu? Ég? Hvernig datt ykkur það í hug?. Ooohhh hvað ég ætla njóta þess að liggja fáklædd á ströndinni og sóla mig, og fá ekki einu sinni hrollur, á meðan börnin eru að drullumalla við hliðina á mér. Maður er alltaf svo kappklæddur á þessu landi, með trefil næstum allan ársins hring. Uuusss nú verður það bikiní í sumar, ekkert annað sem heitir. Magavöðvar og stinnur rass, nú keppist ég við það, eins og grýla sé með vöndinn sinn á eftir mér.
Jæja elskurnar ætla hætta þessu bulli og fara gera e-h að viti. Góða nótt elskurnar....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.