Sunnudagur 4. Febrúar. 2007

Hæ elskurnarWink

Jibbí það er kominn snjór, mér finnst það æðislegtTounge. þá er allt svo hvítt og bjart og hægt að leika sér á snjóþotu með börnunum, þau elska þaðWink. Ég ætla líka við fyrsta tækifæri að skella mér á skíði með börnin, höfum ekki gert það áður, en veit að þeim þætti það gamanGrin. Ég ætla sjálf að skella mér með nokkrum vinkonum og rifja þetta aðeins upp, áður en ég fer með börnunumTounge.

Við systur borðuðum saman í gær með börnin okkarSmile. Maðurinn hennar var að vinna, þannig við vorum heima hjá mér og elduðum okkur kjúklingabringu, æðislegt salat, kartöfflur og gráðostasósuTounge. Mmmm þetta var æðislegt. Það var smá afgangur, þannig ég sendi hana heim með það fyrir manninn sinnSmile. Örugglega vel svangur eftir vinnu, greygið......

Áður en systir mín en kom til mín í gær, kíktum við Elís Viktor í blómaval og fengum okkur bleika TúlípanaWink. Já já ég er alveg meðvituð um, hvað ég er bleik, það er uppáhalds liturinn minn, sorryTounge. En það sem ég vildi sagt hafaWink. Elís Viktor sá kaktus og sagði "mamma, sjáðu, þetta er svona stingublóm, maður verður að passa sig á því. Horfði á mig og stakk puttanum óvart á bólakaf í kaktusinnGrin. Enda heyrðist líka hátt og skýrt AAÁÁÁÁIIII, ég gat ekki annað en hlegið, ég er svo mikil púka mammaToungeToungeTounge.

Eftir að Rannveig og börnin fóru, lékum við Lísa María okkur saman í tölvunni. Ótrúlega gaman, enda var klukkan orðin 1.30, áður en við vissum af, og Elís Viktor löngu sofnaður á gólfinu fyrir framan sjónvarpið að horfa á ShrekWink.

Það er gaman að segja frá því, það er alltaf talað um í fjölskyldunni minn, hvað það er mikil læti ( orkulega séð) í mér og aldrei lognmolla í kringum migTounge. Fólkið sem býr fyrir ofan systur mína var að negla hjá sér einn morguninn í vikinni. Þá heyrist í litlu Ísabellu 21. mánaða " mamma Yetta koma" Nei Silla frænka er ekki að koma núna, fólkið uppi er að gera fínt hjá sérTounge. Mér fannst þetta ótrúlega fyndið. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera, ef barnið er farið að líka látunum í mér við hamarshöggTounge. Nei hún hefur haldið , ég væri að bankaWink. Ég leifi mér að halda þaðWink......

Á morgun verð ég að halda vel á spöðunum. Ég byrja á því að fara í ræktina, bruna svo upp í Hafnarfjörð í nudd, á að vera mætt þangað kl. 11 fer svo í vinnuna, næ í börnin, Elís Viktor í fimleika o. fl. Það er svoleiðis löngu komin tími á að ég fari í nudd. Í 2 ár hef ég reglulega panntað tíma hjá þessum nuddara, en alltaf afpanntað hann afturWoundering. Það hefur alltaf komið e-h uppá sem ég hef ekki getað breytt...... Nú ætla ég..... Ég hlakka rosalega til að fara til hans, hljómaði mjög vel þegar hann sagði mér frá vinnubrögðum sínumGrin. Nú verð ég ekki viðræðuhæf á morgun, ég verð svo afslöppuð eftir nuddiðWink. Ég fór einu sinni í slökun, þetta var á þeim tíma þegar ég var með barnsföður mínum, þegar ég kom heim, var ég greinilega e-h öðruvísi. " Af hverju segir þú ekki neitt? Ertu í fílu? Kom e-h fyrir? Af hverju ertu svona róleg? Ég var í slökun, vá, það er bara skrítið að sjá þig svona rólega" Vitiði, ég skil þetta ekki alvegWoundering. Mér finnst ég rosalega róleg og yfirveguð, en veit hinsvegar að ég hef rosalega mikla orku. Svo þegar það er sagt svona við mann, kemst ég ekki hjá því að hugsa, vá hvernig ætli ég virki á fólk..... Iss piss , mér er alveg sama, ég er bara égWink...........

Jæja elskurnar, ætlaði bara að sýna ykkur að ég er ennþá með lífsmörkumWink.......... Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing...... HEI, HEI, HEI TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN RAKEL MÍN, OG STJÁNI Á MORGUNN ÞÚSUND KOSSAR OG REMBINGSKNÚSKissingKissingKissing....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Silla mín,

Ég er lasin heima og Stefán Matti líka! Hvers lags eiginlega...

Fórum á Árshátíð um helgina... Siggi minn gaf mér bleika túlípaaaaanaaaa á laugardaginn.. Vúhúú.. ekkert smá flottir.

Fer ekkert í ræktina á morgun en eflaust hinn.

Hilsen

Friðrika

Friðrika (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 23:24

2 Smámynd: Silla Ísfeld

Æ Friðrika mín, þetta er nú meiri veikindarsúpan. Það liggja rosalega margir í þessari blessuðu flensu, fólk virðist alveg steinliggja í 7-10 daga. Þetta er bara tíminn. En fariði vel með ykkur og hafið góðan bata.

Já túlípanarnir eru æðislegir, við Elís Viktor skunduðum í blómaval á laugardaginn og keyptum túlípana. ótrúlega flottir, hann hefur fylgst með þeim á hverjum degi springa út. Hann er svo mikill snúlli.

Já, ná heilsu og þrykkjast svo í ræktina, passaðu bara fara ekki of geyst af stað svo þér slái ekki niður.

Heyri betur í þér elskan mín

Silla Ísfeld, 7.2.2007 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband