6.2.2007 | 19:56
Þriðjudagur 6. Febrúar. 2007
Hæ elskurnar
Ég var í barnabíó á sunnudaginn. Allt í einu heyri ég Siiillllaaa, það er tekið í axlirnar á mér og áður en ég veit af, er ég í heljarinnar faðmlagi. Þá var þetta Aníta vinkona, ég náði ekki einu sinni að greina á henni andlitið áður en hún knúsaði mig. Vá það var ekkert smá langt síðan ég hafði séð hana, og æðislegt að hitta hana svona óvænt. Náðum að spjalla smá, áður en myndin byrjaði. Hún var að bjóða mér í partý í byrjum Mars. Takk fyrir það, auðvitað mæti ég, ekki spurning. Svo hringdi hún í mig í gær til að staðfesta boðið, dagsetningu og svona.
Við Hildur fórum á í þjálfun í morgun, alveg frábært. Tókum mjög vel á því, við erum búin að breyta æfingunum alveg helling. Erum ekki lengur að taka svona miklar þyngdir eins og við vorum að gera. Sem er pínu skrítið að venjast, að taka mikið léttara heldur en maður getur gert, en fleiri reps fyrir vikið. Það er fínt að breyta svona til og sé strax góðan árangur. Svo þessar blessuðu fantasíu magaæfingar hans Hemma á bolta, þær gera alveg sitt gagn, fyrir því ver og miður. Og af því þær gera svona mikið gagn, þá gerir maður þær aftur og aftur. NÆSTUM því þeigjandi og hljóðalaust. Það heyrist alltaf í okkur ooohhhh ekki fantasíu magaæfingin..... En svo byrjum við. Æ þetta er svo gaman og gefur alveg ótrúlega mikið, þegar maður sér árangur.
Hvað haldiði, ég komst ekki í nudd í gær. Þurfti að afpannta enn og aftur, önnur tilraun á morgun.
Jæja dúllur ætla fara undirbúa morgundaginn. Góða nótt elskurnar........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.