8.2.2007 | 15:29
Fimmtudagur 8. Janúar. 2007
Hæ elskurnar
Aaaahh ég komst í nudd í gær, mikið rosalega var það gott. En vá ég er með fullt af bólgum og hnútum sem ég vissi ekkert af, nuddarinn sagði bara uss, vá, holy moly yfir þessu öllu saman. Ég nei, nei, ég er ekkert með vöðvabólgu. Það var nú öðru nær, og ekkert smá gargandi sárt. Nú er það bara nuddmeðferð. Á nuddmáli ætlar hann að skafa mig, veit ekkert hvað það er eða þýðir, spyr að því seinna.
Ég get svo svarið það, ég held að íbúðin mín rækti rik. Þegar sólin skín svona, sem er alveg æðislegt, sér maður rikið hjá sér og kámið. OOjjjbara, nú ligg ég á 4 að þrýfa borðlappir, stólfætur, stend á tám og borðum að þrýfa glugga, upp á skápum og út um allt. Það er svo gott að nota sólina til að sjá drulluna inni hjá sér. Svo líður manni svo vel þegar allt er orðið hreint og fínt.
Nú er pabbahelgi framundan. Ætla nota tímann og þræða búðirnar, bæði fyrir sjálfan mig og heimilið. Ég er búin að kaupa svo mikið upp á síðkastið fyrir börnin, nú er komið að mér. Ætla líka að kíkja á nokkrar vinkonur, aldrei að vita nema maður kíki á smá tjútt. Annars er nóg að gerast í félagslífinu hjá mér framundan, ekkert smá gaman...... Ég leifi ykkur að fylgjast með því.
Væri líka alveg til í að skella mér á skíði, þessa helgina, ef það verður opið í bláfjöllum. Þið vitið þá bara af því, ef ég blogga ekki um helgina, eða strax eftir hana. Hef ég skraaapað af mér rassinn í brekkunum, og get ekki setið á honum og bloggað........ Nei, nei maður er enga stund að rifja þetta upp...... Heeeeld ég........
Eruði samt ekki hress? Ég held að það sé nú mál til komið að skella inn nokkrum myndum. Held að nýjustu myndirnar séu frá því í lok desember. ABBABABBBBB og það er komin febrúar. Kippum því í liðinn
Jæja elskurnar, ætla láta þetta gott heita. Góða nótt.......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.