18.2.2007 | 21:45
Sunnudagur 18. Febrúar. 2007
Hæ elsku dúllurnar mínar
Til hamingju með daginn stelpur, konudagurinn í dag. Fenguði ekki risastóran Rósarvönd, bakkelsi og ylmandi kaffi í rúmið? Nei!!!! Nú??? Ekki ég heldur.
Ég fót til Ragnheiðar og Tryggva í gær, ekkert smá næs. Vorum nokkur saman, fengum okkur rauðvín og osta, spjölluðu um heima og geima og horfðum á eurovision, ótrúlega gaman hjá okkur. Takk innilega fyrir mig........
Ég verð nú alveg að viðurkenna að úrslitin í Eurovision komu mér verulega á óvart. Mér fannst þetta ekki grýpandi Eurovisionlag, venst örugglega eftir því sem maður heyrir það oftar. En ég myndi halda að lagið þyrfti að vera grýpandi, þetta er svo stuttur tími sem flytjandinn fær. Mér fannst lögin sem Jónsi og Friðrik Ómar sungu, mikið betri, meira grýpandi og frekar eiga heima í eurovision. En það er bara mín skoðun...... Það verður spennandi að sjá hvernig fer í maí.
Við fórum að kveðja mömmu og pabba í dag, þau eru að fara í golfferð til Flórída í fyrramálið. Væri ég til í það eða hvað. Kannski ekki golfferð, ég er löngu búin að komast að því, ég hef ekki ennþá öðlast þann þroska sem þarf til að stunda golf. Ég er ennþá alltof mikið fiðrildi. En ég væri alveg til í að fara til Flórída og kíkja í Disneyland með börnin og dúlla mér e-h, ekki spurning.
Mér finnst allir vera að fara út núna í febrúar, mars og apríl, alveg 7 fyrir utan foreldra mína, með þeim eru það 8. Ætli ég verði ekki bara ein eftir á Íslandi. Nei mér finnst alveg frábært þegar fólk getur gefið sér tíma og hefur fjárhagslegt svigrúm til að leifa sér svona. Þá á maður bara að skella sér og hafa gaman af. Ég er alveg að smitast af þessari útlandabakteríu, langar að skella mér í smá helgarferð. Ég fer samt út í sumar með börnin, hugsa ég láti það nægja. Það er mitt mótefni við þessarri bakteríu........
Jæja elskurnar ætla fara sofa svo ég vakni á æfingu. Ég var svo mygluð á föstudaginn, ég held ég hafi verið ennþá með koddafarið á kynninni eftir nóttina, og stýrurnar í augunum þegar ég mætti á brettið föstudagsmorguninn. Ætla ekki að láta það gerast aftur......... Þannig ég býð ykkur góða nótt elskurnar.
Athugasemdir
Til hamingju með konudaginn sömuleiðis sææætasta mín ;)
- Ég er sammála þér með eurovision.. ég er EKKI sátt :(
- En vonandi förum við að hittast bráðum :S ég er farin að skammast mín.. erum alltaf að tala um að hittast.. svo einhvernveginn bara.. bleee.. væri gaman að taka eins og einn slúður hitting ;) hehe
Ellý Gellý (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 15:42
Hæ elsku dúllan míííín
Já við þurfum sko að fara hittast og slúðra smá. Tökum hitting á næstu dögum, ekki spurning, sæta mín.....
Silla Ísfeld, 21.2.2007 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.