26.2.2007 | 01:16
Sunnudagur 25. Febrúar. 2007
Hæ elsku dúllurnar mínar
Þetta var ÆÐISLEG helgi. Vá hvar á ég að birja. Á föstudeginum var ég að vinna frameftir, kíkti svo í heimsók til systur minnar. Þegar litla snúllan hún Ísabella sá mig í glugganum, missti hún sig alveg, YETTA og þakið fór næstum af húsinu. Þegar við Rannveig tölum saman í síma, má Ísabella helst ekki vita af því, þá grenjar hún þangað til hún fær að tala við mig. Uppáhalds frænkan, hvað annað? Enda algjör barnakerling.
Á laugardeginum fór ég í smá dekur, jáááá ég veit, algjört dekurdýr. Fór svo í heimsókn til Hildar og eyddi þar öllum deginum. Maðurinn hennar hafði skroppið aðeins út fyrir bæinn, og notuðum við þetta fína tækifæri, í ærlegt spjall. Það var meira segja farið inná, hvað við vorum gamlar þegar við afmeyjuðumst. Kvöldinu ætlaði ég svo að eyða með Rannveigu systur. Maðurinn hennar var að vinna og hún bara ein heima með börnin. Ég fór út síðustu helgi, og fer út næstu helgi, þannig ég ætlaði bara að þræða nokkrar vinkonur þessa helgi og vera bara róleg.
Um miðnætti á laugardeginum, fékk ég sms " Hæ ertu að djamma? Nei ég ligg hérna uppí sófa hjá Rannveigu systir og er að pústla með Ísabellu." Þetta var Elísabet æsku vinkona mín, þá var hún á djamminu og vantaði e-h til að dansa við, maðurinn hennar er ekki mikið fyrir að dansa. Auðvitað tékkaði hún á mér, vitandi ég elska að dansa, erum þannig báðar. það er ekki farið útaf dansgólfinu þegar við förum saman. Þar sem ég var ekki á djamminu, bað hún mig að koma á djammið. Ég viðurkenni fúslega, ég var nú ekki alveg að nenna, klukkan að ganga eitt um nótt. Með smá tiltali, og Rannveig systir með Elísabetu í liði, setti hún tónlist í spilarann sem ég fíla alveg í botn, hún kann sko alveg á systur sína. Ég komst í þennan þvílíka fíling og var komin niður í bæ, á dansgólfið á Hressó, fyrir klukkan 2.30 í nótt. Spáiði í því, ég ætlaði bara að vera róleg, taka svo vinkonudag með Friðriku á sunnudeginum, fara saman í Laugar um morguninn, borða saman hádegismat og kíkja saman í Egg. Þetta var sunnudagsplanið, þannig ég ætlaði að vera róleg á laugardagskvöldinu. En vá það var ekkert smáááá gaman, og sé ekki eftir að hafa farið. þið fáið að sjá myndir.
Þó að þetta hafi verið sunnudagsplanið, klikkaði það ekkert. Ég var komin heim um hálf sex, sunnudagsmorguninn, Friðrika hringdi um 9.30 til að hefja daginn á æfingu. Ég var komin á bretti 10.30. Eftir æfingu fórum við á Nings, þar sem hún elskulega Friðrika mín bauð mér út að borða. Takk fyrir mig Friðrika mín, en og aftur. Nú svo fórum við á smá búðarráp, kíktum í Egg og svona. Það er ekki hægt að sleppa búðunum á vinkonudegi. O nei, o nei, o nei hverskonar vinkonudagur væri það nú eiginlega.
Við Ellý ætluðum að taka smá slúður hitting, en hún var alveg löglega afsökuð. Sem var reyndar alveg ágætt. Ég veit ekki hvort ég hefði náð í lappirnar á henni, til að láta hana sitja á stólnum. Hún svífur bara á um á bleikum hamingjuskýum, þessa dagana. Alveg frábært.
Í kvöld fórum við Friðrika bíó á æðislega mynd, sem heitir The Pursuit of Happyness. Frábær mynd, ég mæli með henni. Eftir að hafa horft á þessa mynd, þakkar maður fyrir hversu gott maður hefur það. Ótrúlegt hvað sumir hafa þurft að lifa við bág kjör, og lifa enn...... Ótrúlega góð mynd, kemur manni svolítið á jörðina. Ég er reyndar voða dugleg að staldra við, og þakka fyrir það sem ég á. Geri það á hverju einasta kvöldi áður en ég fer að sofa. Fer líka alltaf yfir daginn áður en ég fer að sofa, það er voða gott. Fer yfir það sem ég er ánægð með, og hvað ég mætti gera betur. Mér finnst þetta ómissandi sjálfsskoðun, uppá að geta þroskast og orðið betri manneskja. Svo ég haldi mig við efnið, allir að sjá þessa mynd, mjög góð.
Jæja ætla fara sofa, verð örugglega drulluþreytt á æfingu á morgun. Góða nótt elskurnar.
Athugasemdir
Hæ elskan mín og takk fyrir frábært kvöld Næst förum við bara tvær takk fyrir þar sem við erum þær einu sem nenntu að vera á dansgólfinu Karlmenn verða skildir eftir heima takk fyrir!
Verðum að endurtaka þetta sem fyrst. Lof jú darling þú ert best!
kv, Elísabet
Elísabet (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 22:11
Hæ Silla. Þetta voru frábærar myndir af ykkur Elísabetu á dansgólfinu
mér fannst ég komin langt aftur í tímann þegar ég sá ykkur saman.
KV Erla.
Erla (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 20:37
Híhíhí, já það er satt, við erum alltaf sömu litlu skellibjöllurnar, það breytist ekkert. Við þurfum bara gera meira af þessu, að fara svona saman, það er svo gaman..... Mér finnst alveg æææðislegt að þú fylgist með blogginu mínu, halltu því endilega áfram.
Kossar og knúss
Silla Ísfeld, 28.2.2007 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.