27.2.2007 | 15:24
Þriðjudagur 27. Febrúar. 2007
Hæ elskurnar
Mér leið nú hálfpartinn eins og ég væri munaðarlaus í morgun, án Hildar og Hemma. Það er yfirleitt þjálfun á þriðjudögum. Vaktirnar hjá Hemma í löggunni, stangast stundum á við tímana hjá okkur Hildi, ekkert mál með það. Þá lyftum við Hildur bara saman, ég leiði okkur þá í gegnum prógramið. Sem mér finnst ótrúlega gaman. það vildi þannig til í morgun að Hildur komst ekki heldur, þannig ég var bara ein. Ég var samt mjög dugleg, fylgdi eftir prógarminu frá a-ö eins og vanalega, samviskusemin að drepa mig. Hitti að sjálfsögðu vinkonur mínar, erum allar svo duglegar. Pössum okkur samt á því að missa okkur ekki í blaður á meðan æfingin stendur yfir, alltí lagi á bretti, en ekki á æfingu. Spáiði í samviskusemi, við eigum nefninlega mjög auðvelt með að blaðra úr okkur allt vit, eins og flestar stelpur.
Ég vissi það, ég vissi það, ég vissi það. Haldiði að mamma og pabbi séu ekki farin að skoða fasteignir á Flórída. Fengu mann sem sér um húsin á því svæði sem þau eru á, til að sýna sér þau hús, sem eru til sölu. Tóku daginn í gær í þetta, búin að kaupa nokkur fasteignarblöð og eru viiiirkilega að skoða. Þau segja þetta sé æðislegt, sundlaug í görðunum, leiksvæði fyrir börnin, æfingarstöð, golfvöllur, semsagt allt til alls fyrir alla. Það er hliðargæsla allan sólahringinn, þar sem öryggisvörður tekur á móti þér. það er ekki hægt að komast í gegn, mena sýna vissan passa, að þú sért þessi manneskja í þessu húsi, spáiði í því. Gott að hafa öryggið á hreinu, þegar maður er með börnin sín og alltaf. Þetta er líka frábær staðsetning, klukkutíma akstur í Disney world, ekki langt að fara í nokkur, risastór moll og þvílíkur rennibrautagarður þarna rétt hjá. Þetta yrði geðveikt, geta farið um páska og hvenær sem er með fjölskylduna til Flórída í hita og flottheit. Mikill sparnaður fyrir okkur krakkana, ef mamma og pabbi kaupa þarna. Getað farið út með fjölskyldur okkar og þurfa bara borga fargjaldið, það munar ekkert smá miklu. Þá er líka kannski hægt að fara oftar. Sjáum hvað verður. Vonandi, vonandi vonandi......... Mamma er nú samt búin að kaupa í huganum, skrifa undir pappíra og allt.....
Eru ekki annars allir í stuði, ég er í bullandi stuði. Stefni á að láta myndirnar inn í kvöld, dúúúllurnar mínar.
Heyri í ykkur elskurnar.......
Athugasemdir
Þú ert alveg ótrúleg elskan, alltaf svo dugleg, mér finnst að þú ættir að vippa þessu yfir í mig líka Þú þarft bara að fara tékka á einkaþjálfaskóla elskan!! Og tekur mig svo í einkaþjálfun... ha!!... hvernig væri það?
Það væri geggjað ef mamma þín og pabbi myndu kaupa húsnæði þarna úti, geggjað fyrir alla. Vona að þetta gangi upp hjá þeim. Kíp mí pósted!
kv. Elísabet
Elísabet (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 22:18
Hæ ástin mín, ætla fá að svara athugasemdum helgarbloggsins líka hér. Takk fyrir það ástin mín. Nei elskan, mér þykir ótrúlega gaman að lyfta, en mig langar ekkert að vinna við þetta. Ég leiðbeini þeim sem ég þekki og leita til mín, og hef bara gaman af. Geta miðlað þekkingu minni og reynslu sem er orðin þó nokkur í gegnum árin, en ekki meira. En það er ekki málið ástin mín, að aðstoða þig og fylgja þér eftir ef þú vilt. Allt fyrir þig ástin mín.
Já, ég leifi þér að fylgjast með hvað verður með þessi húsakaup hjá mömmu og pabba, ekki spurning.
Takk sömuleiðis fyrir kvöldið, þetta var æðislegt. Hefði ekki vilja missa af þessu. Já við verðum að taka gott tjútt sem allra fyrst og skilja karlinn eftir heima, fyrst hann vill ekki dansa við okkur. Við gætum svosem kennt honum hliðar saman hliðar. Nei ég er að fíflast. Mér fannst svo fyndið, fyrsta lagið eftir að ég kom á dansgólfið var lag með Rammstein, sem ég fíla í botn og þú ÞOLIR EKKI, ohhh þetta var æði, sviiiiipurinn á þér...... Þetta hljóta hafa verið verðlaun, fyrir að hafa rokið á djammið 2.30 um nótt. Enda var þetta pabbahelgi og ekkert til fyrirstöðu. Ekkert smá ánægð með þig. Heyri í þér ástin mín
Silla Ísfeld, 28.2.2007 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.