Fimmtudagur 1. Mars. 2007

Hæ elskurnarWink

OOhh hvað er æðislegt að gera tekið svona rólegan morgunn eins og ég gerði í dagWink. Við Hildur tókum þrusu góða æfingu, tók meira að segja nokkrar auka æfingar eftir að hún var farinSmile. Dúllaði mér í gufu, setti á mig kornamaska fyrir líkamann, settist upp í Laugarkaffi og fékk mér að borða og las blöðinSmile. Þvílíkur Lúxus morgunnTounge. Ég verð nú samt að viðurkenna, Baðstofugufurnar eru mun betri, en sú sem er í almenningsklefanum, þó hún sé fínSmile. Aldrei að vita nema ég skelli mér í baðstofuna einhverja næstu fimmtudagaSmile. Þá mætum við Hildur svo snemma á æfingu, og fimmtudagar eru rólegustu dagarnir í vinnunni, þannig ég hef góðan tímaGrin. Taka góða æfingu og svo slökunWink.

Nú nálgast helgin óðfluga, vúúúhhúúúWink. Ætla skella mér í opnunarteiti á morgun frá 18-20, og afmælispartý með hárkolluþema á laugardaginnTounge. Búin að ákveða mig með þetta hárkolludæmiWink. Ætla að vera með Sollu Stirðu hárkolluna, hún er svo bleik og fín og ekta égWink. Hlakka ekkert smá til, það er líka svo mikil stenming fyrir þessu hjá öllum, það er svo gamanWinkToungeWink.

Foreldrar mínir og Jói bróðir koma heim frá Flórída á sunnudaginn, það er enginn smá spenningur sem fylgir þvíTounge. Börnin telja niður dagana, þau fengu að velja hvað þau vildu fá frá útlöndumGrin Lísa María bað ömmu sína og afa að gefa sér ekta prinsessu búning, sem þau eru búin að kaupa, sú verður glöð. Hún er svo mikil prinsessa í sér, alveg ótrúlegWink.  Elís Viktor bað þau um að kaupa rafmagnsgítar með ól. Hann fær dóta að sjálfsögðu, þeir eru til mjög flottir, alvöru bíður betri tímaWink. Allur í tónlistinni, hann á kassagítar, en langar í rafmagnsgítarSmile. Hann situr oft á rúminu sínu, spilar á gítarinn eftir bestu getu og syngur meðWink. Allt úr takt að sjálfsögðu. Mér finnst bara svo gaman að sjá hversu mikinn áhuga hann hefurSmile...........

Jæja ætla fara sofa, svo ég verði fersk á æfingu í fyrramálið, góða nótt elskurnarKissingKissingKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband