Miðvikudagur 24. maí 2006

Jæja vinir og vandamenn!

Það er mikið búið að ota því að mér að setja upp bloggsíðu og nú er hún komin. Eins og sést er þetta alger frumraun. Ég sit inní tölvuherbergi og er að reyna klóra mig í gegnum þetta, ég er svo mikið tölvunörd að ég kem sjálfri mér á óvart. Einföldustu skýringar verða flóknari en kínveska, hvað um það ég er fljót að læra, bíðið bara. Dagurinn í dag er búinn að vera mjög annasamur brjálað að gera á fundum og aukavinnu, sem er nú bara hið besta mál, því meira, því betra. Eftir vinnu náði ég í börnin mín. Á meðan börnin mín voru í skólanum og leikskólanum var ég búin að hringja í foreldra vina þeirra og ath hvort ég mætti ekki fá börnin þeirra lánuð fram að kvöldmat, það var ekkert mál, enda orðin vön því að fá svona símhringingar frá mér. Áður en ég vissi af var ég með 6 börn inni hjá mér. þið hugsið kannski aumingja hún... NAI það er sko ekki þannig. Við fórum í stoppdans og flöskustút þetta fíla ég í botn og þau líka eftir þetta höfðum við ávaxtastund, þau fóru út að leika, ég að kokka matinn, vinirnir tveir sem ég fékk lánaða sóttir, aðrir fóru heim til sín, svo bara þessi venjulega rútína sem þið þekkið, borða, baða, lesa, byðja bænir,sofa.... Eftir það er ég með stund fyrir mig, hlusta á tónlist og geng frá eftir daginn ásamt ýmsu öðru... Heyrumst á morgunnGlottandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

JÁ líst mér á þig stlepa...............komin tími til að gera eitthvað að viti ;o) Svo verður þú bara að vera duglega að setja inn myndir með, híhíhí.

bestu kveðjur frá frænkunni í Norgei :o)

Rakel Olsen (IP-tala skráð) 25.5.2006 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband