Fimmtudagur 25. Maí 2006

Hæ hæ

Ég verð að segja ykkur frá því, börnin fóru í heimsókn til pabba síns í dag. Venjan er að þau fari á miðvikudögum og svo aðrahverja helgi, nema í gær þá fór hann í smá hóf og við skiptum dögum, ekkert mál með það. Lísa María vildi endilega fá að taka dúkkuvagninn sinn með, allt í fína, hún fær það. Tíu mínútum eftir að þau fóru er mér lytið út um gluggan, þá eru þau ennþá fyrir utan og Ívar að berjast við að leggja vagninn saman. Eldrauður í framan bograndi yfir hann að reyna finna út hvernig þetta virkar. Ég missti mig, ég hló svo mikið. Ég veit ég er púkiUllandi þið sem þekkið hann getið alveg séð þetta fyrir ykkur.... Yfir í annað. Á meðan börnin voru hjá pabba sínum notaði ég tímann og fór í kringluna... Loksins fann ég hvítar þröngar gallabuxur sem fita mann ekki um tíu kíló. Ég er búin að fara úr búð, í búð undanfarnar vikur og máta örugglega 15 hvítar gallabuxur. Ég fann þær í dag. Ég keypti þær að vísu ekki, lét taka þær frá og er búin að fá systur mína með mér á morgunn til að gefa mér annað álit. Það er ekki alveg hægt að treysta þessum afgreiðslustúlkum, þær segja allar það sama... jú ég myndi taka þær, ekki spurning, þú ert æðisleg í þeim. Hafiði heyrt afgreiðsludömu sem segir... nei þetta virkar ekki, þú lýtur út eins og tungl í fyllingu??? Nei ekki ég heldur, en þessar systur eru alveg frábærar allavega mín Brosandi. Jæja eftir þetta fór ég í heimsóknir og heim um átta, börnin væntanleg innan tíðar. Á heimleiðinni sá ég einn FALLEGASTA REGNBOGA sem ég hef séð. Ég átti fullt í fangi með að reyna halda einbeitingunni við umferðina. Hann var svo skær og alveg heill, svo var annar ljósari fyrir aftan en hann var bara hálfur. Ég hef aldrei séð annað eins. Ber nokkuð á því að ég elska Regnboga, líka norðurljósSkömmustulegur. Ég er með langan hliðarglugga í stofunni hjá mér sem er gaflinn á húsinu, þið hafið séð hann. Ég á það til á veturna að sitja í stól og horfa bara á Norðurljósin á kvöldin og hlusta á góða tónlist það er æði. Ég er með svo gott útsýni að ég gæti alveg örugglega selt inn á þaðGlottandi. Heyrumst á morgunn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að þú ert komin með bloggsíðu sæta mín.. á eftir að fylgjast með þér hérna inni :o) Og sammála.. ég eeelska regnbogan og jú norðurljósin líka :o) hehe.. Efast ekki um að þessar hvítu buxur fari þér vel ;o) þú ert svo flott í öllu... össsööössss... :o) kv. Ellý

Ellý (IP-tala skráð) 26.5.2006 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband