26.5.2006 | 23:37
Föstudagur. 26.maí 2006
Hæ hæ!
Jæja nú er ekki seinna vænna en að mynda sér skoðun á því, hvern á að kjósa. Ég játa það hér og nú, ég er ekkert fyrir pólitík. Rreyndar finnst mér hún alveg drepleiðinleg og fylgist ekkert með henni, nema rétt fyrir kostningar, þá fer ég yfir öll þessi innantómu loforð og ath hvað henntar mér best hverju sinni og kýs það. Ég ætti að láta mig þetta varða og auðvitað skiptir hvert álit máli ég veit það, en bara sorry. Pólitíkin nær mér ekki eða ég ekki henni, hvernig sem við snúum því.
.... Takk fyrir commentið Ellý mín með buxurnar, þú ert svo mikið æði. En ég veit nú bara ekki hvað ég var með í augunum eða hvort þau voru í hausnum á mér yfir höfuð þegar ég mátaði þær. Ég fór með systur minni í dag, hún þurfti ekki að segja múkk, lærin á mér voru eins og á fíl og rassinn innfallinn Ég hef nú aldrei lent í því áður að hafa innfallinn rass, hann er nú alltaf á sínum stað blessaður. En leitin heldur áfram að hvítum gallabuxum... Seinni partinn fékk ég Tuma vin Elís Viktors lánaðan (aftur) eftir leikskóla. Lísa María fór til Rakelar sem er bekkjarsystir hennar og býr í hinum enda hverfisins, þannig maður þarf að skutla þeim á milli en yfirleitt er það ekkert mál. Í gær áður en ég fór að sofa fékk ég flugu í hausinn og þá er nú ekkert aftur snúið. Flugan var sú að fara í Húsasmiðjuna þegar færi gæfist til ( sem var svo innilega ekki, ég var í kappi við tímann í allan dag, en þá lætur maður bara í 6 gír) og kaupa 2 barna hamra og leyfa strákunum að smíða. Ég er búin að rífa niður forljótu tré skóhilluna sem var frammi á gangi og þeir fengu svoleiðis að njóta sín við að negla hana sundur og saman. Mig langaði svo að leifa þeim að gera e-h svona stráka af því ég vissi að Lísa María yrði hjá vinkonu sinni og þeir myndu fá frið til að vera bara einir í sinni sköpun. Það beið hennar samt allskonar perlur sem hún gat þrætt og búið sér til hálsmen og armband, það hitti beint í mark. Tumi borðaði hjá okkur og fór svo heim um 8 eftir æðislegan dag. Ekki verður dagurinn síðri á morgunn. Það er búið að bjóða mér í tvö partí, ugla sat á kvissti....
Þá færð þú myndir Rakel mín híhíhí ég skal taka alveg nóg af myndum
. Heyrumst á morgunn....
Athugasemdir
ÉG bíð ENNNNN eftir myndum kæra frænka !!!!!!!!!!! :oP
Rakel Olsen (IP-tala skráð) 28.5.2006 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.