29.5.2006 | 12:27
Laugardagur 27. maí.2006
Góðan daginn, allan daginn
Já ég er búin að jafna eftir að hafa verið frekar ósátt við tölvuna í gærkvöldi, enda get ég aldrei verið lengi í fílu, alveg sama hvað ég reyni. Þá er það helgin. Laugardagurinn byrjaði bara eins og venjulega. Fyrst í fimleika með Elís Viktor, þetta var síðasti tíminn þannig að foreldrarnir fengu að taka þátt( það þurfti nú ekki að segja mér það tvisvar:). Í lokinn voru grillaðar pylsur og safi ásamt viðurkenningarskjali. Ég hækkaði um tíu sentímetra ég var svo stolt, fyrsta viðurkenningarskjalið hans
. Eftir fimleikana fórum við á mína æfingu, það er alltaf einkaþjálfun um helgar kl.12 en er að breytast núna yfir á virka daga svo maður geti nú átt frí um helgar
. Tala nú ekki um þegar við förum að fara í sumarbústað, styttri tjaldferðir og ef ég ákveð að fara í smá frí til Noregs, þá verður maður nú að eiga frí um helgar
. Talandi um æfingu. Þegar ég var rétt að ljúka æfingu á laugardaginn, koma til mín tvær stelpur og stoppa bara fyrir framan bretti mitt. Þetta voru stelpur frá saga film að ath hvort ég vildi taka þátt í auglýsingu þar sem rassinn á mér yrði bara sýndur. Mér datt strax í hug að nú hefði ég orðið fyrir valinu á falinni myndavél en svo var ekki. Ég átti bæði að vera í venjulegum buxum og svo efnislitlum bikiní buxum. Nei takk sama og þegið rassinn á mér verður ekki birtur í sjónvarpi einn og sér... ekki séns. Það kemur stundum fólk frá Saga film niður í Laugar. Þannig fór ég á skrá hjá Saga film, það var bara bennt á mig. ÉG VIL FÁ ÞIG Á SKRÁ Í AUGLÝSINGAR HJÁ SAGA FILM. Svo voru teknar myndir af mér og skrifaðar niður helstu upplýsingar, það eru bara svona tveir mánuðir síðan. Ég var náttúrlega í ljósmyndun og tískusýningum þegar ég var yngri. Þetta er svona öðruvísi, gaman að prófa e-h nýtt ef það verður einvern tímann hringt, það er svo mikið á fólki á skrá hjá þeim. sjáum hvað verður, þetta er bara spennandi. Svo ég haldi nú áfram með daginn, þá var tiltektardagur í húsinu hjá mér. Ég kom seinna en aðrir út af öllum þessum æfingum, en var búin að láta vita, samviskusemin uppmáluð
. Eftir alla tiltektina sem var ekkert smá mikil, hjólageimslan máluð,grindverkið í kringum húsið líka, blómum plantað o,fl, var ekki annað í boði en að hafa veglega grillveislu í boði húsfélagsins. Það er svo frábært að búa í húsi þar sem samstaðan er svona góð. Það er bara ungt fólk sem býr í þessu húsi fyrir utan ein eldri hjón og okkur kemur öllum svo vel saman. Á sumrin förum við með stóra sundlaug út í garð þegar það er gott veður og kaupum ís fyrir börnin og leifum þeim að leika sér á meðan mömmurnar liggja í sólbaði og spjalla saman
. Það eru nú ekki allir svona heppnir að eiga góða granna, aldrei partí eða neitt vesen. En grillveislan var að sjálfsögðu mjög skemmtileg, mikið spjallað og hlegið. Við Sandra gátum nú ekki sleppt að segja fólkinu frá þegar við byrjum að tala um líkamsrækt eða buxur. Henni finnst ég alltaf í svo flottum buxum og hún tekur strax eftir því ef ég fæ mér nýjar. Varstu að fá þér buxur, hvar keyptir þú þær, og það er alltaf sama svarir í BLEND. Það var ekkert hlegið neitt smá mikið þegar við sögðum frá þessu, það er mikið fyndnara en að skrifa það. Höldum áfram með daginn ég var nú frekar stutt í grillinu, var búin að lofa mér í tvö partí en endaði í einu. Það var að sjálfsögðu hjá Elísabetu æskuvinkonu minni. Kærastinn hennar sem heitir Glenn og er frá Noregi og býr þar, var hér í heimsókn yfir helgina og auðvitað þurfti ég að berja hann augum( hann býr ekki í Drammen man ekki alveg hvar hann býr en mig minnir að það sé sunnanmegin)Við vorum hjá Elísabetu lengi frameftir, allir að drekka( nema ég, ég fékk æðislegt kaffi
) Fengum að upplifa beint í æð par á fyrsta stefnumóti, fyrsta kossinn og allt, þau stóðu sig rosalega vel. Fyrir þá sem vildu fóru í bæinn en aðrir fóru heim eða e-h annað. ÉG var búin að skrifa meira í gær þegar mér tókst að glata því... Talið bara við mig ef þið viljið gera e-h rugl í tölvunni ég skal alveg kenna ykkur, reyna það í það minnsta
Bestu kveðjur í bili
Athugasemdir
Hæ elskan mín,, og til hamingju með bloggið. Takk æðislega fyrir frábæran tíma á Laugardagskvöldið, frábært að þú hafir haft tíma til að koma og kíkja á Glenn.. og by the way.. hann býr í Kristiansand.. en flytur vonandi í framtíðinni örlítið nær mér:P Frábærar myndir af þér elskan.. þú ert svo mikil bomba;) Elska þig geggjað mikið... stórt knús og stór koss:X:X
Elísabet
Elísabet (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.