Mánudagur 29. maí. 2006

Hæhæ!

Jæja nú er pabbahelgi framundan, ef ég ætla ekki að nota tækifærið og fara í Kringluna og Smáralindina að versla mér föt þá veit ég ekki hvað. Ef ég verð ekki búin að finna neitt fyrir lokun, þá fer ég ekki út úr búðunum, svo einfallt er það núGlottandi. Dagurinn í dag gekk bara sinn vanagang, frídagur á æfingu eins og flest alla mánudaga en reyndar var þetta síðasti mánudagurinn sem verður svoleiðis sem er mjög gott. Það passar mikið betur að hafa frí á sunnudögum mikið meiri regla af því ég er alltaf með nammidaga á þeim dögum. Þetta er búið að vera mjög skrítið að byrja vikuna á að vera í fríi, það passar ekki, en nú er það búið. Nú verður þjálfun á virkum dögumBrosandi. Annars var allt bara ferkar rólegt í dag, börnin í skólann og leikskólann, vinna, aukavinna, borða , baða, sofa. Það verður mikið að gera á morgunn og það sem eftir er af þessarri viku. Ég vil hafa nóg að gera annars verð ég svo ómöguleg og eirðarlaus. Það er kannski af því maður kann ekki að slaka á... eða hvað? Svo er mér sagtUllandi. En nóg um það heyri í ykkur á morgunnBrosandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband