31.5.2006 | 00:25
Þriðjudagur 30. maí.2006
Halló halló!
Í dag byrjaði dagurinn mjög eðlilega skutla börnunum í skólann og leikskólann svo fór ég á æfingu. Eftir æfingu fór ég í klippingu og strípur. Ég er alveg gaaasalega lekker með svona nýmóðins klippingu. Nei án gríns breytti ég alveg gjörsamlega um stíl og er rosalega sátt, meira að segja sögðu börnin á leikskólanum hjá Elís Viktor þegar ég kom að sækja hann " Vá hvað mamma þín er fín með nýja klippingu Elís Viktor"
Eftir klippingu fór ég að vinna, náði svo í börnin í skólann og leikskólann, fórum aðeins heim, skutlaði börnunum til vina sinna sem var skindihugdetta sem kom sér mjög vel, notaði tímann í smá aukavinnu... Sniðug mamma
Þegar heim var komið áttum við börnin góða stund saman lásum bók, æfðum okkur að gera armbeygjur með einni hönd, já það er nýjasta nýtt
Þau eiga það til að plata mig í æfingar sem við gerum öll saman. Ég hermi eftir þeim, sem betur fer er ég með mikið pláss heima hjá mér, þannig ég kemst alveg í gott handahlaup.
Ég læt þau ekki plata mig oft út í þetta, þau gera þetta oftast saman en það kemur fyrir að ég geri með þeim. Það finnst þeim ekkert smá gaman.... Svooo við höldum áfram með daginn eða öllu heldur kvöldið eftir að börnin voru sofnuð... Ég var búin að ákveða í dag eftir að ég heyrði Finnska Eurovision lagið sem ég fíla alveg í botn, að draga fram gamla góða rokkið mitt sem ég hef ekki gert lengi. Ég var að hlusta á sérstaka útgáfu sem ég á með Bon Jovi á meðan ég var að ganga frá eftir daginn. Mundi ég hvað ég ætlaði að gera og dró fram...Nú fáiði kasst
....Black Sabbath, Ossy, Rammstein, þeir flokkast að vísu ekki undir gamalt, Kiss, wasp hlustaði ekki mikið á þá í den en, inside the electric circus er góður diskur. Ég er gjörsamlega búin að vera í öðrum heimi núna í kvöld að hlusta á þessa tónlist. Fékk þvílíka ragettu í rssinn í leiðinni og er búin að þrífa íbúðina hátt og lágt. Ekki bara það heldur breytti ég líka í stofunni hjá mér. Snéri húsgögnunum hægri, vinstri, afturábak og áfram þangað til ég var sátt og skpti um geisladiska þess á milli. Hefði einhver séð mig væri ég líklega ekki hér að skrifa blogg, heldur í hvíta húsinu við sundin blá með rauða þakinu lokuð inni
Ég kom semsagt heilmiklu í verk í dag, mikil orka, mikið gaman
. Heyrunst á morgunn.
Athugasemdir
Ó MÆ..............þessi ofvirkni er semsagt ættgeng ;o)En svona upp á reppið þá var ég nú bara að spá í að rukka allavega um eins og eina mynd eða svo fyrst þú ert komin með "nýtt" hár líka ofan á allt hitt nýttið, híhíhíhíhí. Bara svona svo að einhver haldi tuðinu áfram :o) Ég vil mynd, ég vil mynd, ég vil mynd, ég vil mynd.......
Rakel pakel (IP-tala skráð) 31.5.2006 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.