1.6.2006 | 01:28
Miðvikudagur.31 maí.2006
Hæ hæ!
Endilega allir skoði athugasemdir Ég verð nú að fá að svara smá athugasemdum frá Rakel frænku minni.
Já það er engin spurning þessi ofvirkni og framtakssemi er í fjölskyldunni. Við erfum hana víst báðar, súper ofur virkar í einu og öllu
.... Já þú færð ekki bara mynd, heldur myndir, en það verður ekki fyrr en um helgina híhíhí. Ég veit þú vilt fá þær strax, það er nefninlega líka í fjölskyldunni
. En takk innilega fyrir B O M B U hrósið ég er rétt að komast á jörðina núna, ég fór alveg á flug
. Ég hlakka ekkert smá til að sjá ykkur, tel nánast niður dagana. Verð að fara með ykkur á þokkalegt tjútt, ekki spurning
.
Já Ellý mín, við förum að fá okkur ís í Brynju á Akureyri, til er ég
Svo ég byrji nú á deginum. Fór með börnin í skólann og leikskólann svo á æfingu. Eftir æfingu fór ég að vinna. Það var pabbadagur í dag og á þeim dögum nota ég tækifærið og vinn lengur. Sótti börnin um 8 leitið til pabba síns, þau voru svo þreytt efir daginn að þau steinrotuðust í bílnum, á leiðinni heim. Það átti að vera línuskauta námskeið í kvöld en féll niður annan miðvikudaginn í röð. Ég á línuskauta og fer alveg á þá, fer hratt og sný mér í hringi og allt, en ég þori ekki að stoppa. Mig langar að læra almennilega á línuskauta, kunna að fara afturábak og svoleiðis. En það er alveg brýn nauðsyn að kunna stoppa. Hingað til hefur þetta verið þannig þegar ég fer á línuskauta, ég fer á staði þar sem grinverk eru í nánd. Ég þori að fara hratt og niður brekkur en þá er líka eins gott að grindverk taki á móti mér, því annars veit ég ekki hvar ég myndi enda
Það er búið að segja við mig, þú lætur bara rassinn út og annan hælinn niður. Ég læt ekkert rassinn út á fljúgandi ferð, þá missi ég jafnvægið, líka ef ég fer ofurhægt.
Þannig, ég er búin að skrá mig á námskeið sem reyndar er búið að falla niður 2. En þangað til, taka grinverkin á móti mér
. OK fyrst námskeiðið féll niður og börnin sofnuðu í bílnum, málaði ég borðstofuna í staðin, ég átti málningu og því ekki það.
Ég er ekkert smá sátt. Veggurinn var hvítur (eða málarahvítur, það er svona grámi í honum) og er það áfram en þetta er samt allt annað, það verður bjartara yfir þegar það er nýmálað... Heyrumst á morgunn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.