22.3.2007 | 21:40
Sæl og blessuð;)
Hæ elskurnar
Það var geðveikislega gaman í saumaklúbbnum í gær. Málin höfðu æxlast þannig að ég hafði boðist til að hafa saumaklúbbinn aftur, ekki vandamálið. Nema hvað á síðustu stundu datt okkur í hug að fara út að borða. Henntist í að hafa samband við hinar stelpurnar, og pannta borð. Fórum á Ítalíu og fengum æðislegt borð við gluggann, sem henntaði okkur mjög vel, að vera svona smá afsíðis þar sem við eigum það til að hlægja bæði hátt og mikið. Við Lilja fórum í samfloti, fengum smá kitl í puttana á leiðinni, og tókum myndir alveg hægri vinstri. Hún varð aðstoðarmaður minn á myndarvélinni þetta kvöldið. Hún ætlaði að sjá til þess að það yrðu líka teknar myndir af mér. Oft vill fólkið með myndarvélina nefninlega gleymast. En hún ætlaði að sjá til þess að svo yrði ekki. Hún stóð sig mjög vel.
Nú er komið að allsherjar tríti. Hausinn á mér er orðin eins og á lukkutrölli, augnbrúnirnar eins og á Bjarna Fel, og hvít eins og skyr, semsagt ekki frínileg. Hef haft svo mikið að gera uppá síðkastið, að ég hef ekki getað gefið mér tíma í neitt svona. Munaði minnstu ég hefði tvíbókað mig í vikunni. Ég er að þrjóskast við að fá mér dagbók, reyna frekar að muna það sem ég þarf að gera. Jæja, batnandi mönnum er best að lifa, fer í litun og plokkun á morgun, ætla skella mér í nokkra ljósatíma, fékk svo ekki tíma í klippingu fyrr en 29. Mars, en þó það......... Ég er nú kannski ekkert alveg skelfileg, þetta eru bara hlutir sem ég tek eftir, og eru þónokkuð ýktir.
Fór með börnin mín í bíó um kvöldmatarleitið, æðislegt að brjóta svona upp vikuna. Skemmtum okkur alveg ótrúlega vel. Fara í bíó og fá nammi í miðri viku, það er æði. Gerum yfirleitt e-h öðruvísi annanhvern fimmtudag.
Jæja ætla fara undirbúa morgundaginn, taka til fötin fyrir börnin,setja í æfingartöskuna og svona. Góða nótt elskurnar
Athugasemdir
Augabrúnirnar á Bjarna Fel eru nú frekar flottar.... eða hvað???? Og skyr er svooooo gott fyrir heilsuna
Annars ligg ég hér og er að slátra slatta af súkkulaði. Hmmmmm þá er nammidagurinn í þessari viku búinn
Knús og klem,
Ásta
Ásta Ósk (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 21:55
Ekkert smá gaman að sjá, þig hér.
Nei veistu augnbrúnirnar á Bjarna Fel eru ekki flottar. Þegar ég var yngri var ég með frekar breiðar augnbrúnir. Mamma átti það til að stríða mér, ég væri eins og hann. Hann er með breiðar augnbrúnir og löng augnbrúnahár, ekki smart.
Mmmm já súkkulaði, ég fékk mér svoleiðis í bíó.
Elís Viktor vaknaði í nótt með gubbupest, búinn að gubba úr sér lifur og lungum. Það er eitthvað að draga úr uppköstunum hjá honum núna, sem betur fer. Æ greygið hann var svo aumur í nótt og gubbaði svo ört. Jæja hann er að e-h að rumska, ætla fara sinna honum.
Sé þig á brettinu á mánudaginn, 1000 kossar og rembingsknús
Silla Ísfeld, 23.3.2007 kl. 09:47
Æji auminginn litli að fá þessa leiðinda gubbupest. Saknaði þín einmitt í morgun á brettinu og var að svipast um eftir þér......
Vonandi smitist þið mæðgur ekki af þessu og við sjáumst þá bara í stuði á mánudaginn...
Yfir og út
Ásta Ósk (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 11:03
Er búin að stofna bloggsíðu eybergsmamman.blog.is
Kv. Ásta
eybergsmamman , 23.3.2007 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.