Fimmtudagur. 1 Júní.2006

Jibbí einn dagur til stefnuBrosandi

Já ætla að byrja að þræða búðirnar á morgunn og líka á laugardaginn, það fer samt eftir því hvernig gengur.Glottandi.... Dagurinn í dag, börnin í skólann og leikskólann, ég á æfingu. þessi dagur var frábrugðin öðrum þar sem ég fór ekki að vinna fyrr en seinnipartinn í dag. Notaði tímann til að útrétta og ýmislegt annaðUllandi. Lísa María kom beint heim úr skólanum. Það var nefninlega lokahátíð í frístundarheimilinu (gæsla eftir skóla)í gær. Ekkert smá gaman það var, grillað, börnunum gefnar gjafir og svo kom Jónsi. Lísa María var ekkert smá ánægð með þaðGlottandi. Mér finnst þetta frábært framtak hjá honum að koma og hitta börnin, það gefur þeim svo mikið. Hún var bara pínu svekt út í sjálfan sig að hafa ekki þorað að tala við hann, hún er svo feiminGlottandi. Foreldar Tuma sóttu Elís Viktor í leikskólann og léku strákarnir saman fram að kvöldmat. þeir eru svo góðir vinir, það er alveg æði. Pabbi hringdi seinnipartinn og fékk Lísu Maríu lánaða, þau fóru í heimsókn til Rannveigar systir og Ísabellu, uppáhaldsfrænkurnarBrosandi. Ég fór að vinna, náði svo í Elís Viktor og fórum til ömmu og afa.( mömmu og pabba) Vorum þar öll saman fram á kvöld, rosa gamanBrosandi....

 Það er ekki laust við að ég sé komin í tjúttstuð.Ullandi Pabbahelgi framundan, ný klipping og strípur, ný föt, fínar neglur, ekki séns að ég verði heimaGlottandi. Það verður örugglega mikið djamm í gangi, löng helgi og svona. Ég verð ekki heima... neeeiiiii ekki sénsGlottandi. Heyri í ykkur á morgunn... Ef ég fer á dammið ,þá á laugard.Glottandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband