24.3.2007 | 17:50
Laugardagur 24. Mars. 2007
Hæ elskurnar
Vá, ég tók geðveika æfingu í morgun, það var ekki til þurr þráááður á mér. Oosssa gott að taka svona öfluga æfingu. Við Friðrika vinkona tókum smá vinkonudag. Eftir æfingu borðuðum við saman, reyndar fékk ég mér bara heilsusafa, en hún ekkert smá girnilegt hlaðborð, fórum svo í búðarráp. Það er svo gott að taka svona vinkonudag, alveg bráðnauðsynlegt.
Það er alveg ástæða fyrir, af hverju ég fékk mér ekki hlaðborð. Ég er að fara út að borða í kvöld, einmitt með annarri góðri vinkonu. Kvöldið mun svo bara ráðast, tjútt eða bara heim, kemur í ljós, ég er opin fyrir öllu.
Ég þarf endilega að gefa mér tíma í að setja inn myndir, er með þónokkuð af skemmtilegum myndum sem ég ætla að láta inn.
Jæja elskurnar, tíminn líður. Ég þarf að fara ákveða í hvaða fötum ég ætla að vera í kvöld, það getur alveg tekið mig 770 ár að velja það.
3 kossar og rembingsknús.........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.