3.6.2006 | 21:14
Föstudagur. 2. júní.2006
Góðan daginn, allan daginn
Ætla fá að svara einu commenti frá Elísabetu æsku vinkonu minni. Nei ástin mín ég ætla ekki að opna Brynju ísbúð í Reykjavík. En ég er alveg tilbúin að gera samning við eigendurna um að vera fastur viðskiptavinur, ef þau opna Brynju ís í Reykjavík.
Annars.... Kannist þið við daga þegar símarnir stoppa ekki, maður er jafnvel að tala í báða símana og svara dyrabjöllunni í leiðinni? Þetta var þannig dagur hjá mér í dag. Það var brjálað að gera. Fékk óvænt verkefni í vinnunni í dag, sem er ekki í mínum verkahring að sinna, heldur einum félagsráðgjanum sem ég vinn með. Hún er semsagt farin í sumarfrí og gleymdi að sinna vinunni sinni, sem var frekar áríðandi og snertir einn skjólstæðinginn minn. Ég var sérstaklega beðin um að sinna þessu verkefni af yfirfélagsráðgjafanum, Sem ég gerði. Það hafa farið ca 15-20 símtöl útaf þessu eina máli, fyrir utan þá sem hringdu í mig. Já það var brjálað að gera, þetta var bara aukalega fyrir utan mína venjulegu vinnu á föstudögum. En ég leysti þetta vel af hendi og fékk mikið hrós, fyrir vel og skipulega unnið verk. Á milli stríða náði ég að fara í smá verslunarleiðangur. Það er svo gaman að fara í búðir, ég gæti alveg verið á launum við að versla mér föt.
En gegnum gangandi í öllum búðum núna er rosalega mikið drasl, og ljót tíska. Mikið af þessum toppum myndi ég ekki einu sinni nota í gardínur, hvað þá annað. Allt annað með strákafötin, ef ég ætti kærasta væri ég búin að fata hann upp 7 sinnum, á meðan ég fyndi einn topp á mig.... Svo ég haldi áfram með daginn. Ég fór í bíó með einn unglinginn sem ég er með í persónuráðgjöf. Við sáum The da vinci code hún er mjög fín, samt í lokin er maður farin að býða eftir punktinum. Það var einu sinni öskrað alla myndina, ég var ein af þeim sem öskruðu
. Æ hann var svo ógeðslegur hvíti karlinn, svo kom hann hlaupandi úr felum. Ég hélt ég færi í gegnum sætið mér brá svo. Það er hryllingsmynd að koma í bíó sem mig langar svo að sjá, nefndi það við bróður minn. Hann hló bara að mér og sagði,ætlar þú á hryllingsmynd? Ég fór með honum á hryllingsmynd í vetur. Ég var nánast með hausinn á setunni, hnén í andlitinu að drepast úr hræðslu alla myndina. Svo leit Jói bróðir öðru hvoru á mig og hló bara að mér. Annars var þetta mjög góður dagur, var ekki búin að vinna fyrr en 23.30, fór í heimsókn eftir bíó, mjög gaman
Heyrumst á morgunn.. þá verða myndir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.