4.6.2006 | 14:53
Laugardagur.3 júní.2006
Halló, hallló!
Fyrsta skipti í dag í mjög langan tíma svaf ég út, það var ekkert smá gott og alveg hægt að venjast því. Þegar ég vaknaði fór ég á æfingu. Eftir það fór ég í verslunarleiðangur ein og barnlaus, ég hafði allan tíman í heiminum bara fyrir mig í að versla. Þvílíkur munaður
. Stelpur ef ykkur vantar föt, þá er 17 á Laugaveginum málið. Ég hefði getað verslað fyrir góða upphæð, en var bara hófleg í þessu, ótemjan sjálf. Það eru líka mjög töff föt á mennina ykkar ef ykkur langar að gleðja þá, koma þeim á óvart eða e-h
. Til að trompa verslunarleiðangurinn fékk ég mér Cappuccino mmm það er svo gott, svona einn í lokinn.
Áfram.... Um kvöldið fór ég á geðveikt tjútt. ROSALEGA VAR GAMAN
. Við sysrur fórum saman, við höfðum ekki farið saman í 4 ár. þegar við komum saman er alltaf mikið stuð og mikið gaman. Fórum á Ólíver sem er heitasti staðurinn í dag, margir tala um að þagað fari bara fallega fólkið. það er bara bull, ég fer stundum þangað, þetta er bara mjög normal fólk. Svipaður stimpill og Astró var með á sér á sínum tíma. Það var svo findið í röðinni fyrir framan okkur voru stelpur sem könnuðust rosalega við okkur, voru alveg kárar á því að við systur hefðum komið fram í blöðum fyrir að líta vel út og vera í góðu formi. Ég gat nú ekki annað en hlegið, þær stóðu svo fast á sínu.... Hitti rosalega marga sem ég þekki og kannast við. Dönsuðum úr okkur allt vit, brjálæðislega var gaman. Eigum við ekki bara að láta myndirnar tala
.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.