26.3.2007 | 20:03
Æðisleg helgi:)
Hæ elskurnar
Já þetta var æðisleg helgi. Fór til systur minnar á föstudeginum, fórum saman í heimsóknir, rúntinn og svona, æðislega gaman. Á laugardeginum tókum við Friðrika vinkonudag, ég var búin að segja ykkur frá því. Ooossaa gott. Á laugardagskvöldinu fórum við Ragnheiður, Rut og Hanna María út að borða á vegamót. Sigga bættist svo í hópinn aðeins seinna um kvöldið og dró okkur með sér í afmæli, rosalega gaman. Undir lokin kíktum við Ragnheiður aðeins á Olíver og fórum svo heim. Upphafið var að fara bara út að borða, létum restina svo bara ráðast. það verður alltaf svo gaman þegar kvöldin þróast bara, engin plön.
Á sunnudeginum fór ég með Jóa bróður í bíó á myndina 300. Hann hlær alltaf svo af mér, ég grýp nefninlega reglulega fyrir augun þegar ég fer í bíó, og er stundum komin með hnén í andlitið án þess að vita af því. Þetta finnst honum voða fyndið, að þetta skuli ekki þroskast af mér, og fer bara aftur og aftur á svona myndir. Það er vegna þess ég fíla svona myndir, nenni yfirleitt ekki á stelpumyndir sem eru flestar væli, væli væli svo úr því verði pollur. Ég fíla best góðar spennumyndir, og ef ég er komin á hvolf í sætinu, er það enn betra.
Ég fór með skjólstæðing í kringluna í dag, sá óvart alveg geðveika tösku í Kiss, og auðvitað keypti ég hana. Hún átti að kosta 9000 kr en, fékk hana á 3000 kr, ekki séns ég sleppi því. Mig vantaði einmitt tösku. Var búin að þræða Kringluna með Friðriku vinkonu á laugardaginn í leit að tösku, en fann ekki neitt. Svona er þetta oft, þegar maður er ekki að leita, detta hlutirnir í fangið á manni.
Jæja elskurnar, ætla fara láta börnin í bað og undirbúa morgundaginn. Góða nótt elskurnar...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.