5.6.2006 | 02:46
Sunnudagur. 4. júní 2006
Jæja
Sunnudagur engin æfing, bara frí... Dúllaði mér fram eftir degi. Lét á mig kornamaska í 15 mín, rakamaska í 1.kl og dúllaði mér bara. Fór svo í heimsóknir til vina og ættingja. Um kvöldið var ég frekar eirðarlaus. Var í heimsókn hjá mömmu og pabba, tókst að láta tölvuna þeirra yfir á þýsku, sem á að vera á enku, þið vitið hausinn, File, Edit og þetta allt. Ekki spyrja mig hvernig ég fór að því, ég veit það ekki sjálf. Þegar ég var búin að rugla tölvuna þurfti ég aðeins að atast í jóa bróður. Aumingja Jói var komin upp í rúm þegar ég reif hann á fætur og ætlaði að drösla honum með mér í bíó. Það gekk víst ekki, síðustu sýningar voru þegar byrjaðar, frekar sein á því
Hann gat ekki horft upp á mig svona eirðarlausa og stakk uppá við færum á rúntinn, enda ekki friður fyrir mér þegar ég er svona. Sem er mjög sjaldan, því ég hef alltaf nóg að gera oftast of mikið. Ég verð helst alltaf vera að gera e-h annars verð ég alveg ómögleg. Ég get alveg slakað á part úr degi eða eina kvöldstund en svo er mér farið að leiðast. Þetta getur verið mjög pirrandi, sérstaklega ef allir eru í slakaá hugleiðingum, nema ég. Eins og í kvöld....Á morgunn mánudag er nóg að gera,
fer á æfingu, næ í börnin mín til pabba síns, var svo búin að lofa þeim að fara með þau í sund, stend að sjálfsögðu við það.
Það verður nóg að gera. Heyrumst á morgunn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.