Mánudagur. 5 júní.2006

Hæ hæ!

Dagurinn í dag byrjaði á æfinguBrosandi, hafiði nokkuð heyrt það áður hjá mérUllandi. Náði svo í börnin mín hjá pabba sínum og þaðan lá leiðin í sund. Við vorum ekkert smá lengi það var svo gaman hjá okkur, fórum ofaní um 13 og vorum ekki komin upp úr fyrr en um 16. Alltaf stendur Grafarvogslaugin fyrir sínu, sérstaklega eftir að stóra rennibrautin kom, svo er líka lítil rennibrautGlottandi. Eftir sund fórum við í grill til mömmu og pabba, ég grillaði,Svalur. Pabbi er ný kominn úr aðgerð og ég ákvað bara að kokka ofaní liðið. Mér finnst svo gaman að hafa fyrir fólkiGlottandi. Eins og þið vitiðBrosandi.... Á ég að segja ykkur fréttir??? Hún systir mín kær er ólétt, komin 18 vikur á leið, var reyndar að fá að vita það sjálf fyrir 4 dögum. Henni var búið að vera svo óglatt og frekar orkulítil. Ekki alveg eins og hún á að sér að vera. þannig hún ákvað að taka prufu sem kom jákvæð í kvelli. Þau fóru til læknis þessu til staðfestingar. Læknirinn var e-h svo hugsinn, að Rannveig spyr. Sérðu eitthvað, hann hló bara og sagði... Já ég sé barnBrosandi... Þau eru ekkert smá ánægð með þetta... Ísabella að verða stóra systir. Þetta er ótrúlegt. Ég var reyndar búin að segja þetta við hana nokkrum sinnum, en hún vildi ekki trúa þvíGlottandi. Það sást ekkert á henni, en svo eftir að hún fékk að vita þetta blés hún út. Ég læt myndir fylgja með... Annars eftir að ég kom heim er ég búin að vera þvo þvott, ganga frá og undirbúa morgundaginn. Nenni ekki að vera í stressi á morgnanna, geri eins mikið og ég mögulega get kvöldið áður... Fyrirhyggja það borgar sigGlottandi... Heyrumst á morgunn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

JAHÉRNA............Bara BOOMM og svo ólétt aftur, þetta er ekki lengi að gerast ;o) híhíhí. Innilega til hamingju Rannveig mín, svo ég komi því nú allaveg til skila í gegnum systir þína.

Rakel (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband