29.3.2007 | 19:02
Fimmtudagur 29. Mars 2007
Hæ elskurnar
Ég fór í klippingu í dag, GEÐVEIKISLEGA FLOTT KLIPPING, ekkert smá sátt. Þetta er þó ekki alveg búið, því undir lokin þegar ég var alveg að verða búin í klippingu, ákváðum við að stíga skrefinu lengra. Það er svo gaman. Við erum semsagt búnar að velja lit á hárið, sem mun gera klippinguna ennþá flottari. Þetta er sjúk klipping. Þegar við vorum að blaða í gegnum blöðin og ath hvort við fyndum e-h klippingu til að miða við, sagði hún mjög reglulega. Nei, þetta er of venjulegt fyrir þig. Ég er einn af þeim kúnnum sem klippufólki þykir gaman að klippa, alltaf til í að pófa e-h nýtt og öruvísi, nenni ekki alltaf að vera eins....... Semsagt á mánudaginn fer ég í strípur, þetta eru samt ekki beint strípur, en þær verða með. Þetta er e-h alveg nýtt sem var að koma á markaðinn. Hlakka geðveikislega til.
Á þrðjudaginn kíkti ég í Tengi, í leit að baðinnréttingu, ekkert smá ótrúlega góð þjónusta þarna. Sá þarna innréttingu sem ég var alveg að fíla. Maðurinn sem afgreiddi mig, gat ekki annað en hlegið að mér. Ég var semsagt að velta fyrir mér, hvort ég myndi vilja hafa heilan neðriskáp 90 cm, eða skifta neðriskápnum í 30, 60. Eins og ég er, þarf ég alltaf að velta hlutunum fyrir mér vel og vandlega. Nema hvað, á bólakafi í mínum hugsunum, sá ég fyrir mér, ef ég tæki 90 cm, væri allt í einni stöppu og allt í drasli, sagði þetta óvart upphátt án þess að vita af því. Maðurinn sprakk úr hlátri, þetta kom alveg óaðvitandi beint frá hjartanu. Ég er stundum alveg milljón.
Ég fékk TAUGAÁFALL, þegar ég náði í son minn á leikskólann í dag. Án gríns, þá hljóðaði ég upp yfir mig og starði á barnið mitt, en var svo fljót að grýpa í hrósið og hrósaði honum hægri vinsti. Það er búið að klippa hárið á barninu, þetta síða fallega ljósa hár. ÉG ER SVO MIIIIÐUR MÍN, ég á ekki orð til að lýsa því. Fyrir utan það er allt of mikið tekið af því. Hann er varla með hár á höfðinu. Ég var á leiðinni með hann í barnamyndartöku, svo er að fara koma að DVD upptökum hjá honum í söngskólanum. Get ekki alveg sagt ég hafi verið beint sátt við þetta uppátæki barnsföður míns, reyndar alveg brjáluð. Sem betur fer vex hárið aftur, bíðum eftir því og förum svo í myndartökuna........
Spáiði í því Mars er að verða búinn, og í apríl er sumardagurinn fyrsti. Ekkert smá fljótt að líða. Ég ætla að gefa börnunum mínum hjól í sumargjöf og er aðeins farin að líta í kringum mig, ath með verð, gæði og annað. Annars ætla ég að passa að vera ekki að kaupa mjög dýr hjól, þau þurfa strax stærri hjól næsta sumar. Það er hægt að fara spá virkilega í gæðum þegar þau eru komin upp í 26" og þurfa ekki stærra á hverju ári. Á maður ekki líka að vera hagsýnn. Ég segi þetta alltaf, en enda svo alltaf í að kaupa dýrara en ég hafði sett mörkin. Ég ætti kannski að pófa að vera markalaus í ár, og ath hvort það gangi betur.
Jæja ætla fara gera e-h af viti, góða nótt elskurnar.........
Athugasemdir
paaaaaaaahahahahahaha það er svo gaman að lesa bloggið þitt.. vá ég sé þig alveg fyrir mér í búðinni "væri allt í einni stöppu og allt í drasli" hahahaha... þú ert SVO eðlileg Silla.. skemmtilega "eðlileg" ..
- Bíddu má ég þá ekki borða pyslu á hverjum degi eða??? NEI!!!! HAHAHAHHA...
- en bíddu halló halló hafnarfjörður, ertu alveg hætt að setja inn myndir hjá þér elzkan mín??? Jæja ég þarf að fara aftur að vinna... heyrumst sæta mín... sakna þín, kossar og risa knús til þín
Ellý Gellý (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:28
Sá prinsinn þinn áðan í Sportlandi, hann er algjör dúlla með svona stutt hár. Sá það betur núna hvað hann er líkur þér Silla. Ekki leiðum að líkjast þar
Góða helgi og við sjáumst á mánudaginn á sama stað og vanalega
Ásta (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 20:14
Hahahahahíhíhí, já þessum pylsubrandara verður seint gleymt. Ég tók þig alveg gjörsamlega á orðinu, NEI!!! þú mátt ekki borða pylsu á hverjum degi. Ég var búinn að svara, áður en orðin náðu að myndast í hausnum á mér. Híhíhíhíhí alveg ótrúleg, þetta með búðina var svona svipað dæmi.
Já frk Hafnarfjörður hér. Nei nei ég er ekki hætt að láta inn myndir, stefni að því að gefa mér tíma í það á morgun, sunnudag. Þúsund kossar og rembingsknús.
Æ takk Ásta mín, ég er búin að vera alveg miður mín, að hárið á barninu hafi verið klippt, ég lét SKO HEYRA Í MÉR. En ef það sést betur hvað hann er líkur mér, er það góður plástur á sárið. Sjáumst á brettinu.......
Silla Ísfeld, 31.3.2007 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.