Þriðjudagur. 6. Júní 2006

Góðan daginn, allan daginnGlottandi

#Rrakel mín! Elskan þú gleymdir að gefa mér comment á hárið, viltu bara gjörasvovelGlottandi Ég býð spenntBrosandi

Dagurinn í dag

Fór heldur seinna á æfingu í dag en ég er vön. Lísa María var að fá sínar fyrstu einkunnir í morgunn.Ullandi Ég var svo stolt, ég var að rifna, þegar ég horfði á eftir henni ná í fyrstu einkunnarbókina sínaBrosandi. Ég átti fullt í fangi með að halda aftur af tárunum á tímabili. Sem betur fer var ég með myndarvélina og gat einbeitt mér að henni þegar ég þurftiSkömmustulegur. Hún var óvenju spennandi á köfflum, miðað við myndarvél að vera.Glottandi Þetta tók sem betur fer fjótt af, annars hefði ég endað með vasaklút og ekka. Kennarinn er nefninlega líka að fara í barneignarfrí, þannig hún kennir þeim ekki aftur. Lísa María heldur svo upp á hana og faðmaði hana svo þétt og innilega í lokin.. Bara svo ég haldi áfram að afsaka migSkömmustulegur. Jæja hananú...svo fór ég á æfingu. Persónuráðgjöfin hjá mér féll niður í dag, þannig ég fór aðeins að vesenast. Var að skila af mér aukavinnunni sem ég er búin að hafa undanfarið og tók við annarri aukavinnu á móti. Eftir að börnin sofnuðu ákvað ég að skella í bananabrauð, átti svo mikið að þroskuðum banana. Þannig í þessum skrifuðu orðum er íbúðin mín ylmandi að nýbökuðu hollu bananabrauði. Það er í þessu hunang í staðin fyrir sykur, all-bran og grófsaxaðar heslihnetur svo eitthvað sé nefnt, ekkert ger. MMM rosa gottUllandi. Úr einu í annað, mikið rosalega held ég að Pink Floyd tónleikarnir verði góðir. Þvílíka lýsingin sem ég er búin að lesa um þessa tónleika, mig langar ekkert smá að fara. Þeir verða með stæðstu flugeldasýningu sem haldin hefur verið innanhúss, þvílíka ljósasýningu og.fl. örugglega geðveikt... Ekki bara það... svo er byrjað að sýna hrollvekjuna sem mig langar svo að sjá The Omen. Ég ætla að sjá hana fljótlegaUllandi. Veit ekki af hverju ég er að ögra sjálfri mér svona, ég er skíthrædd á svona myndum.Ullandi Þetta er samt eina skiptið sem ég horfi á e-h, það er þegar ég fer í bíó. Annars horfi ég yfirleitt ekki á sjónvarp. Er frekar lítið fyrir það. Hlusta frekar á tónlist. Tala við ykkur á morgunn... Ætla vera svooo dugleg á æfingu á morgunn að Bjössi þarf að láta skipta um band á brettinu, það verður svo illa fariðGlottandi. P.s Ætli línuskauta námskeiðið verði á morgunn??? Það fer að stórsjá á grindverkum borgarinnar eftir mig, ef það heldur áframað falla niðurUllandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OMG..........sorry, ég var bara svo dolfallin yfir því hvað þú leyst vel út í heildina að ég bara gleymdi að kommenta á sjálf HÁRIÐ!!!!!! dísússssss......... Það er geggjað flott. Ég var nú búin að þjóf kíkja aðeins á barnalandi hjá sysitir þinni manstu ;o) ENNNN nýja klippingin er ógó flott.

Rakel (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband