31.3.2007 | 09:48
Góða helgi.....
Hæ elskúrnar
Ég heyrði í fyrrverandi tenngdapabba mínum í gær. Hann býr í Danmörku og hefur búið þar í 32 ár, aðeins. Við höfum alltaf verið alveg rosalega góðir vinir. Tölum alltaf mjög lengi þegar hann hringir, ótrúlegt hvað við getum spjallað. Reglulega spyr hann mig hvort ég sé ekki kominn með kærasta. Alltaf er svarið það sama, og alltaf verður hann jafn hissa. Ég sprakk úr hlátri þegar hann spurði mig í gær, hvort Íslenskir karlmenn væru búnir að vera, eins og hann orðaði það (getulausir). Hann talar mjög bjagaða Íslensku, þó Íslenskur sé. Nei þeir eru ekki getulausir, ég er bara erfið. Ég vil ekki hvern sem er.
Það varð ekkert úr því síðustu helgi, eins og til stóð, að bjóða Ellý og glóðarsteikta Akureyringnum hennar í rauðvín og osta. Mikið að gera, systir Ellýar var að fermast og Ellý að hjálpa til við allan undirbúning, fyrir utan allt annað hjá okkur báðum. það var hreinlega ekki ekki hægt að koma því við að hittast. Við stefnum á að ég bjóði þeim sem fyrst, hlakka mikið til. Mikill spenningur í gangi, hann veit nefninlega alveg hver ég er. Vorum reglulega á saman stað í góðan tíma. Höfum oft og mörgum sinnum spjallað. En hann er ekki að gera sér neina grein fyrir hver ég er, þegar Ellý talar um Sillu vinkonu.
Núna um helgina ætlum við börnin að gera margt og mikið skemmtilegt saman eins og venjulega, höfum alltaf nóg fyrir stafni um helgar, það er svo gaman. Fyrir utan ballett og söngskólann, ætlum við að fara í sund, skauta, sunnudagaskólann o.fl. sem á eftir að koma í ljós. Það er langt síðan við höfum bæði farið í sund saman og skauta, þannig við ætlum að gera það þessa helgi. Hugsa við förum á skauta í dag og sund á morgun....
Jæja ætla fara hafa mig til fyrir daginn, góða helgi elskurnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.