8.6.2006 | 01:00
Miðvikudagur. 7 Júní.2006
Hæ hæ!
Æ takk fyrir Rakel mín. Ég fíla mig rosalega vel svona
En vá mér varð ekkert smá mikið úr verki í dag. Það er búið að vera snarvitlaust að gera. Ég ætti að fá fálkaorðuna fyrir skipulag. Ég nenni ekki að telja allt upp, það yrðu 3 blaðsíður. Gef ykkur smá innsýn inn í daginn.
.Í morgunn þegar ég lét Elís Viktor á leikskólann komst ég að því að barnaafælið sem ég hélt að ætti að vera í dag eftir leikskóla, var í gær efir leikskóla
. Aumingja litla Elís Viktor mínum var búið að hlakka svo mikið til, búin að kaupa afmælisgjöf og allt. Með afmælisfötin á leikskólanum, því það var pabbadagur í dag og Ívar ætlaði með hann beinnt í afmælið. Ég tók til minna ráða, hringdi í mömmu stráksins sem átti afmæli, skýrði allt út fyrir henni og Elís Viktor fær að fara í heimsókn til stráksins á morgunn eftir leikskóla með afmælispakkann. Hann var ekkert smá glaður að heyra það. Mömmur eru snillingar
. Jæja ég fór á tvær æfingar í dag, brennslu fyrripartinn og lyftingu seinnipatinn. Nei ég er ekki að tapa mér í ofvirkninni
. Málið er, núna erum við hættar í einkaþjálfun um helgar, og erum á virkum dögum í staðin, þegar Hemmi er í vaktarfríi í löggunni. Þannig þjálfunin verður á mjög breytilegum dögum í sumar. Það er fínt, við vildum bara losna við helgarnar í sumar. En ég sleppi samt ekki morgnunum, ekki séns
. Úr einu í annað, það var rosalega mikið að gera í vinnunni. Ég er með mjög erfið mál núna og mikið að gera í þeim öllum akkúrat núna, hlýtur að vera samsæri eða e-h
. Nei ég er að grínast. Fór með einn unglinginn í sund, það var æði, að getað slakað aðeins á eftir allt amstrið. Ég slakaði svo vel á, að ég mætti eins og putle-hundur um hárið á seinni æfinguna
. Ég er ekki að grínast,Þið fáið ekki mynd af því
. Það var svo gaman á æfingu. Við erum 3 sem æfum saman og það er þvílíkt stuð á okkur. Það er bara upplifun að vera í kringum okkur, án gríns
. Það labbaði kona að Hemma í dag eftir æfingu og sagði...Ég ætla að fá svona prógram eins og þær eru á
... Fór í smá aukavinnu eftir æfingu, hentist aðeins til Lilju vinkonu. Fór til mömmu og pabba og gaf þeim góðu hollu Bananabrauðin sem ég bakaði í gær. Mamma hafði verið að kvarta yfir tölvunni sem ég breytti úr ensku,yfir á þýsku, hún kann ekki þýsku.
þannig ég ákvað að gefa þeim brauðin í sárabætur, í von um að hún hætti að kvarta. Ég kann nefninlega ekki að laga þetta aftur
. Svo er ég svo mikill púki, ég fæ verk í magan ég hlæ svo mikið, þegar hún er að kvarta yfir þessu
. Náði í börnin mín til pabba síns og rútínan tók við, þið þekkið það sem eigið börn.... Línuskauta námskeiðið féll aftur niður. GUÐI SÉ LOF FYRIR GRINVERKIN
... Tala við ykkur á morgunn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.