9.6.2006 | 00:13
Fimmtudagur 8. Júní. 2006
Hæ öll!
Æðislegur dagur í dag, Byrjaði eins og venjulega þið vitið... börnin á sína staði og ég heim að liggja í leti. Nei ég veit, ekki líkleg til þess. Fór á æfingu og þjöstnaðist svoleiðis á brettinu, ég er ekki viss um ég fái inngöngu á morgunn, sökum þjöstnagangs
. Nú svo fór ég að vinna inn fyrir laununum mínum, gekk ekki eins vel og í gær .Það voru endalausir fundir á manneskjunni sem ég er að reyna ná samningi við, fyrir einn skjólstæðinginn minn. Reyni aftur á morgunn. Ég er undir tímapressu og verð að vera búin að ná samningnum í höfn fyrir 13. júní. Ég ætti alveg að ná þessu, ég má alveg eiga það, ég get verið mjög klár í samningum, nota smá sálfræði
. Jæja áfram nú... Elís Viktor fór í síðbúnu afmælisveisluna og var mjög sáttur. Á morgunn ætlar Tumi að koma með okkur heim úr leikskólanum, hann horfði á mig bænar augum í dag í von um að hann mætti koma með okkur. Hann eeer svo mikið snúllídúll
. Tók Lísu Maríu með mer í aukavinnu á meðan Elís Viktor var í afmælinu. Þegar við komum heim kokkaði ég matinn, börnin út að leika, ég að þrýfa hátt og lágt. Ég geri það yfirleitt alltaf á fimmtudögum að gera extra hreint. Þá færi ég sófana, riksuga og skúra undir þeim, þurka af öllu, skipti á rúmunum o.fl. Ég nenni ekki að eyða helgunum í þetta, ég er líka svo fljót að þessu, læt bara Black Sabbath, Rammstein eða e-h í tækið þá er ég búin áður en ég veit af
. Börnin fóru snemma í rúmið og ég að undirbúa næsta dag.... Úr einu í annað línuskauta námskeiðið féll niður....EN OG AFTUR. Þið vitið hvað það þýðir
. Ætla að æfa mig með börnunum um helgina, ef veður leifir.
Tala við ykkur á morgunn elskurnar...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.