3.4.2007 | 19:45
Helgin var frábær:)
Hæ elskurnar
Já helgin var einu orði sagt frábær. Á föstudeginum fórum við í heimsókn til mömmu og pabba eftir kvöldmat og vorum þangað til seint og síðarmeir, hittum þar Rannveigu systir með börnin sín. Þegar öll 4 ömmu og afa börnin hittast er mikið fjör á bænum, það eeer svo gaman.
Á laugardeginum var söngskólinn kominn í páskafrí, hafði misreiknað mig í mánaðardögum og mætti stundvíslega með barnið í söngskólann fyrir kl.12. Þaðan var brunað með Lísu Maríu í ballett sem er venjan, sem betur fer er ekki langt á milli skólanna, og 10 mínútur á milli tímanna. Nú fer að styttast í ballettsýninguna hjá Lísu Maríu sem verður fljótlega eftir páska í Borgarleikhúsinu. Henni hlakkar ekkert smá til, hún er svo mikil ballerína.
Jæja eftir Ballettinn fórum við á skauta í tæpa 3 tíma, ekkert smá gaman hjá okkur. Fyrir ykkur sem langar, en þorið ekki á skauta, þá eru til stuðningsgrindur sem þið skautið undan ykkur á svellinu. Rosalega sniðugt, bæði fyrir börn og fullorðna. Yfirleitt þegar ég hef farið með börnin á skauta, hef ég nánast þurft að halda Elís Viktor uppi, hann var alltaf á hausnum. Núna lét ég hann bara hafa grind sem hann var með allan tímann. það var alveg hægt að telja á annari, hvað hann datt oft, sem var ekki hægt áður. Lísa María er þvílíkur snillungur á skautum, enga stund að rifjast upp fyrir henni. Eftir þessa æðislegu skautaferð fórum við heim og borðuðum hollan og góðan kvöldmat. Eftir mat fórum við svo til Elísabetar æskuvinkonu minnar og vorum þar fram á kvöld. Takk fyrir okkur Elísabet mín.
Á sunnudeginum fórum við í sunnudagaskólann og svo í sund. Fórum alveg 770 ferðir í rennibrautina. Lísa Maria ekkert smá frökk, lætur sig bara gossa, ekki málið. Á meðan Elís Viktor gaurinn sjálfur skalf á beinunum. Rennibarutin sem við fórum var frekar brött efst, þannig maður fer svo hratt til að birja með, við það varð Elís Viktor svo hræddur, svo dregur úr hraðanum þegar maður er komin miðja rennibreutina. Hann sat fyrir aftan mig í öll skiftin, sem er mikið betra, því þá fer hann ekki á bólakaf þegar við lendum í lauginni. Eftir fyrstu bununa varð svo mikið spennufall hjá honum, ég vissi ekki hvert hann ætlaði. Í öllum látunum reif hann bikiní haldarann minn lausan. Sem betur fer náði ég að láta haldarann fyrir brjóstin á mér aftur. Ég ætlaði aldrei að ná að festa hann aftur, sem betur fer tókst það þó að lokum, hjúkk maður. Tveir karlmenn sitthvorumegin við hliðina á mér, þeir sáu sem betur fer ekki neitt, ég var svo fljót að láta haldarann fyrir, ligga, ligga lái. Vá maður, ég hefði roðnað niðrí rassgat. Jæja, það þurfti ekk nema 3 ferðir í rennibrautina hjá Elís Viktor, þá var öll hræðslan farin svo héldum við bara endalaust áfram. Seinna um daginn fóru börnin með pabba sínum í fermingu. Á meða náði ég í dvd mynd fyrir þau, horfðum svo á hana þegar þau komu heim, og höfðum það gott 3 saman í kuðung í sófanum og borðuðum ís.
Ég fór í litun og stípur í gær, breytti alveg gjörsamlega til. kunni ekki alveg við það, og lét laga það í dag, er ekkert smá sátt núna. Þetta er æði, frábært að breyta aðeins til.
Nú fer fittness keppnin að nálgast á Akureyri, ég væri alveg til í að skella mér, meira en til.
Jæja ætla fara undirbúa morgundaginn, góða nótt elskurnar........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.