10.6.2006 | 00:09
Föstudagur.9. Júní.2006
Hæ hæ!!!
Fór á tvær æfingar í dag, brennslu og þjálfun, þannig ég er búin að fara á 7 æfingar á 5 dögum verð í fríi um helgina. Svona verður þetta í allt sumar, nema þegar ég fer í sumarfrí hingað og þangað þegar færi gefst. Þetta er svo gaman og löngu orðin lífstíll. Talandi um það, við vorum í þjálfun áðan að taka dýfur á bekk. Hemmi setti 20 kílóa lóð á fæturnar á mér til að auka þungann. Hildi vinkonu leist ekkert á þetta og sagði, þú brýtur á henni lappirnar. Hemmi púki, já já það er allt í lagi, þá erum við laus við hana, svo komu þau bæði í kór. NEI HÚN KÆMI FÓTALAUS, SKRÍÐANDI INN EFTIR GÓLFINU OG TÆKI HENDUR, MAGA OG BAK
. Þau eru ótrúleg, en svona er þetta, ég er þekkt fyrir að gera meira heldur en minna á æfingunum og samviskusemin er að drepa mig. Mér myndi aldrei detta í hug að svindla. Þegar við stelpurnar erum að lyfta saman og Hemmi er ekki, væla þær svoleiðis undan mér og segja að ég sé 7 sinnum verri en hann
. Ég geng alltaf lengra og lengra á hverri einustu æfingu. þannig hef ég náð mínum árangri og það læt ég þær líka gera, ég veit alveg hvað þær geta, það þýðir ekkert væl.
Yfir í allt annað, ÉG NÁÐI SAMNINGNUM Í HÖFN
. Ég er búin að labba á veggjunum í allan dag. þetta var sko ekki slæm byrjun á helginni að ná þessum samning. hann var mjög mikilvægur fyrir skjólstæðinginn minn
............Tumi kom í heimsókn til Elís Viktors og ætlar að koma aftur á morgunn fyrir hádegi og verður fram eftir degi. Nei ég verð sko ekki heima allan daginn ef þið haldið það, ég tek öll börnin með mér hingað og þangað.
Lísa María fer að vísu í afmæli til bestu vinkonu sinnar og svo er ég farin á flakk. Ég myndi fríka út að vera heima allan daginn og gera ekki neitt, guð minn góður, ég sé það ekki gerast. Það er ekki fyrir mig að hanga heima
............ Það á að vera svo gott veður á Akureyri um helgina, ég væri alveg til í að skreppa þangað og fá mér Brynju ís á sunnudaginn
. Það væri nú munur ef maður gæti flogið á eyrunum
. Tala við ykkur á morgunn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.