12.6.2006 | 02:13
Sunnudagur.11. Júní.2006.
Hæ hæ!
#Takk fyrir sömuleiðis ástin mín, þetta var frábær dagur. Það er alltaf svo gaman að fá ykkur
. Gleymdi að láta þig fá uppskriptina af Bananabrauðinu ástin mín...
Dagurinn í dag! Byrjaði á því að baka æðislega gott Bananabrauð, var rétt að taka það úr ofninum þegar Elísabet og börn komu, með tímasettninguna í lagi að sjálfsögðu. Þau komu um 11 leitið og fóru seinnipartinn. Það var rosalega gaman hjá okkur, spjölluðum um heima og geima, þó aðalega karlamál
. Eins og stelpur gera híhíhí, þig getið rétt ímyndað ykkur hvað var gaman hjá okkur
. Börnin í góðum leik á meðan, heyrðist ekki í þeim, þó þau væru 5 talsins, þeim kemur svo vel saman og að sjálfsögðu veluppalin
. Rétt fyrir kvöldmat hittumst við systur, maki og börn heima hjá mömmu og pabba, gerum það mjög oft um helgar. Það er svo gaman að koma svona öll saman. VITI MENN Jói bróðir var að fá sér mótorhjól og að sjálfsögðu þurfti ég að máta
. Við Jói bróðir erum búin að vera spjalla heilmikið um hjól að undanförnu svo bara mætir hann heim á einu slíku. Mig langar rosalega í hjól. Við erum aðeins búin að vera svipast um eftir hjóli fyrir mig.... Já Mótorhjóli ekki reiðhjóli
. Svo fann Jói eitt um daginn sem gæti henntað mér og nefndi það við pabba. Pabbi bað hann fyrir alla muni að láta mig ekki vita af þessu hjóli, ég væri tveggja barna móðir og ætti ekki að vera kaupa mér mótorhól, fyrr en börnin yrðu eldri.
Þó ég sé elst og orðin 30 ára vill hann stundum passa mig eins og ég sé yngst en ekki elst. svona eru þessir pabbar, þið þekkið þetta
. Ég er líka þannig, ef mér dettur eitthvað í hug, geri ég það. Ætli það sé ekki það sem hræðir hann. Hann veit að ég gæti byrst einn góðan veðurdag á mótorhjóli
. Ég tek mig ótrúlega vel út á mótorhjóli, læt myndir fylgja.... Hvernig á maður annars að lifa þessu lífi? Á maður að horfa til baka og lifa í eftirsjá... Nei ég gerði ekki það sem mig langaði til, af því bara, æ ég veit það ekki. Að hafa ekki haft kjark og þor til að framkvæma hlutina og gera það sem mann langar til, eða á maður að líta til baka og horfa stoltur yfir farin veg og segja? Ég gerði það sem mig langaði til. Ég kýs það seinna. Maður getur velt þessarri spurningu fyrir sér á hvaða tímapunkti sem er í lífinu. Varðandi ástina, áhugamálið, gamlan daum og fl. Hvernig getum við vitað hvernig hlutirnir fara ef við stígum ekki skrefið... Að taka mótorhjólapróf og eiga mótorhjól er gamall draumur hjá mér. Ef það verður ekki núna þá verður það seinna. Af hverju ekki?
Ég ætla að plata Jóa bróðir til að leifa mér að prófa að hjólið næstu helgi
. Það verður mikið fjör og mikið gaman ó já.... Æfing á morgunn ligga ligga laaái
. Voru þetta nokkuð snúnar vangaveltur???
. Tala við ykkur á morgunn, elskurnar.
Athugasemdir
Gúddness greisjösssss... mér líst ekkert á þessa mótorhjóladellu Silla!!! Af hverju gat Jói ekki fengið sér flottan bíl í staðinn??? Ohhhhh ég er svo hrædd við þessi hjól.. eníveis... þú ferð varlega elskan og segðu Jóa að fara varlega líka.
Hvernig væri að senda mér uppskriftina í emaili við tækifæri... eða skrifa það upp á yahoo? Lof jú geggjað mikið... tala við þig seinna elskan.. Muwahhhhh!!
Lísa (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.