9.4.2007 | 00:46
Gleðilega páska:)
Hæ elskurnar mínar og gleðilega páska.
Ég og Elís Viktor fórum í matarboð til Sigga og Friðriku á föstudaginn, Lísa María var hjá pabba sínum þar sem Elís Viktor átti líka að vera, en breyttist aðeins og fór ekki til hans fyrr en á laugardeginum. Fengum Humar í forrétt, var að smakka Humar í fyrsta skifti á ævinni. Mikið rosalega er hann góður, steiktur í hvítlauk á pönnu mmmm þetta var æði. Takk innilega enn og aftur fyrir okkur. Í eftirrétt horfðum við á X - factor og borðuðum nammi osssa gott.
Kíkti á tjúttið í gær með Anítu vinkonu, ekkert smá gaman hjá okkur. Byrjuðum á að vera hjá Anítu og fórum svo á Ólíver. Þetta var í fyrsta skifti sem ég hef getað gengið inni á Ólíver, án þess að leiðast með straumnum, það er alltaf alveg geðveik stappa þarna. Það voru samt alveg slatti margir og rosalega mikið að fólki sem ég þekkti, ekkert smá gaman að hitta svona marga, það bara voru ALLIR á tjúttinu.
Þetta er nú búin að vera meiri Páskadagurinn. Vaknaði ógeðslega hress, eins og venjulega, ég er ekki þessi morgunfúla manneskja. Heyrði í Anítu vinkonu um hádegið, hún alveg að drepast úr þynnku, og ég alveg ofur hress á leiðinni á æfingu. Ætlaði að fá mér smá páskaegg áður en ég færi á æfingu og gerði það. Slappaðist öll niður og endaði með hausinn ofaní klósettinu, ælandi og spúandi. Ojbara, ég þoli ekki að gubba, það er það ógeðslegasta sem ég veit. Sem betur fer voru börnun hjá pabba sínum, þannig ég náði að sofa þetta út mér og er orðin hress núna.
Ætla á æfingu í fyrramálið, förum svo í matarboð seinnipartinn. Var að spá i að skella mér í bíó með börnin á morgun. Það eru alveg frábærar myndir í bíó og margt um að velja. Ætli við Jói bróðir setjumst svo ekki aðeins í tölvuna og skoðum mótorhjól, erum mikið í því þessa dagana, enda sumarið að nálgast.........
Góða nótt elskurnar
Athugasemdir
Gleðilega páska!
Þóra Sif (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 12:06
Hæ elskan mín, gleðilega páska. Ertu ekki bara búin að hafa það gott um páskana? Ég er búin að hafa það alveg æðislegt, nema á páskadegi sjálfum, þá var ég svoleiðis á hvolfi með hausinn ofaní klósettinu. Átti ekki eftir að skila neinu nema lifur og lungum, fékk sem betur fer að halda því........
Silla Ísfeld, 10.4.2007 kl. 12:27
Júbb, búin að hafa það rosa gott bara. Búin að vera uppí bústað yfir alla páskana og hafa það kósý bara. Æ greyið mitt, vonandi er þér batnað.
Þóra Sif (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 09:40
Oohh það er svo næs að vera í bústað yfir páska, það er svo ekta. Ég fer á hverju sumri, læt það nægja þangað til ég fæ mér sumarbústað þegar ég er orðin stór. Það er eitt af markmiðum mínum, að eignast sumarbústað eftir nokkur ár. Jú elskan mín, ég er orðin hress, gekk fljótt yfir sem betur fer.
Silla Ísfeld, 11.4.2007 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.