10.4.2007 | 19:16
Maskarinn útklíndur og eins Zorro í framan;)
Hæ elskurnar
Ég var með Elís Viktor í 5 ára skoðun í dag, stóð sig ekkert smá vel. Honum var búið að kvíða pínu fyrir sprautunni. Svo þegar búið var að stinga, isss þetta var ekkert mál, ég er sko orðin 5 ára, þvílíkur töffari. Stóð sig ekkert smá vel, þurfum aðeins að kíkja til augnlæknis og láta ath betur í honum sjónina, sá ekki neðstu línuna. Þarf samt ekki að vera neitt, bara fylgjast vel með. Gott að það komi í ljós núna ef það er e-h, áður en hann fer í 6 ára bekk í haust.
Þurfti að taka bensín í gær, það var svo leiðinlegt veður að ég nennti ekki að fara á orkuna og dæla sjálf. Sagði það við börnin. " Æ ég ætla á bensínstöð, nenni ekki að dæla sjálf í þessu leiðinda veðri, rignin, rok og ískalt." Þá heyrist í Lísu Maríu " Já , en þá ertu að láta bensín manninn fara út í kuldan, þá verður honum kalt" Ég afsakaði mig með því að hann væri svo vel klæddur, og mönnum sé yfirleitt hýrra en konum (það er mín reynsla).
Þessi athugasemd dóttur minnar minnti mig á á fyrsta veturinn eftir að ég skildi. Ég dröslaðist um á þvílíkri Daihatsu druslu sem ég þurfti oftar en ekki að ýta á undan mér. Það var einn morguninn nýbúin að koma börnunum í leikskólann og var á leiðinni í ræktina. Þurfti að koma við á bensínstöð og láta bensín á bílinn, það var brjálað veður og sjálstæðið gjörsamlega að drepa mig. (Ný skilin og ætlaði að gera allt sjálf, sem ég gerði og hef reyndar alltaf gert, bara ennþá meira eftir skilnaðinn.) Hugsaði með mér, ég get alveg dælt bensíni í brjáluðu veðri, eins og e-h karl ugla. Dældi samviskusamlega á bílinn í íþróttaförum og pinnaháhæluðum stígvélum í brjáluðu veðri. Þegar ég kom inn á bensínstöðina og ætlaði að borga, gat maðurinn varla afgreitt mig, ÁN GRÍNS, HANN HLÓ SVO MIKIÐ. Sem var ekki nema von, því ég var eins og Zorro í framan, maskarinn var allur útklíndur út um allt, af öllu snjófokinu. Þurfti sko enga prinsessumeðferð, get þetta sjálf. Ég var ekki komin á æfingu þegar drapst á bílnum og ég þurfti að ýta honum inn á næstu bensínstöð, og taka leigubíl á æfingu. Oft voru morgnarnir svona, eða þegar ég hafði stoppað bílinn í pínu stund, og hann fór ekki í gang aftur. Þá var bara að kafa ofaní húddið og tengja saman nokkra víra, þá fór hann yfirleitt í gang, annars þurfti ég ýta honum, hoppa svo inn í hann og láta hann renna í gang. Ég átti þessa druslu í 9 mánuði, þá gat ég keypt mér æðislegan bíl sem ég á ennþá í dag. Ótrúlegt hvað er hægt að gera á þrjóskunni og viljanum svo hlutirnir gangi upp.
Jæja síðan ég kom heim er ég búin að vera taka til, riksuga, skúra, þvo þvott og hlusta á Í Svörtum fötum, á meðan börnin eru úti að leika sér. Ég tek alltaf svona syrpur, hlusta á e-h diska í góðan tíma og skifti svo um. Um daginn var ég lengi vel með Bon Jovi, Rammstein, Bob Marley og nú er það Í Svörtum fötum, hvað verður það næst???........
Heyri í ykkur elskurnar
Athugasemdir
Já hún er alveg ótrúlelg hún dóttir mín. Hún er svo góð, með svo mikla samkennd með fólki. þetta var svosem alveg rökrétt athugarsemd hjá henni, af hverju að láta manninn fara út í kuldan ef ég vil ekki vera þar sjálf. Hann valdi sér að vísu þetta starf, en þrátt fyrir það verður honum líka kalt eins og öllum öðrum. Já ég er ekkert smá ánægð með þig elskan mín að vera búin að opna bloggið. Heyri í þér elskan mín.
Silla Ísfeld, 11.4.2007 kl. 22:52
Hehehe snilld... vá ég sé þig svo fyrir mér..
Sjáumst vonandi um helgina, hlakka svo til að sjá þig elzkan..
Ellý (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 16:11
Geri enn eina tilraunina að skrifa hér, vona að það sé hægt að birta þetta...
Vona að það hafi ekkert orðið úr þessum slappleika hjá þér í gær. Ég sjálf er að kafna úr kvefi núna svo ég ætla að sleppa Laugum en sjáumst hressar á mánudaginn.
Góða helgi...
eybergsmamman , 13.4.2007 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.