13.6.2006 | 23:46
Þriðjudagur.13.Júní.2006
Halló halló elskurnar
Haha ég er nú ekki jafnmikið tölvunörd og ég hélt að ég væri. Ég er semsagt búin að uppgötva það ég svara commentunum ykkar til baka inní athugasemdir. Þið farið bara inní athugasemdir neðst niðri fyrir neðan bloggið, þá sjáiði svarið mitt. Þvílíkur tölvusnillingur sem ég er
. Látiði mig bara vita ef ég á að laga tölvuna ykkar, hún gæti komið til baka á ensku,dönsku,þýsku eða eitthvað. Hún verður allavegana ekki eins og hún var, þið getið treyst því.
. Híhíhí Ég er svo mikil brandarakerling
. Ég fór á æfingu í morgunn, vinna, útrétta, aukavinna, tók börnin bara með mér í aukavinnuna ég var svo fljót í þetta skipti. Fórum svo í heimsókn til Evu slefu. Reyndi að taka myndir af henni sem gekk reyndar ekkert rosalega vel. Hún er með myndarvéla fóbíu, hún er svona eins og blóðsugur, þær þola ekki ljós, brenna bara og deyja. Eva er næstum því svona varðandi myndarvélar, hún þolir þær ekki. Ég ætti í rauninni að taka bestu myndina, láta hana í stækkun svona 60 x 80 og hengja upp á vegg, bara fyrir það eitt að hafa náð af henni mynd.
. En þá væru dagar mínir taldir, þannig ég sleppi því. Ég var að tala við Rakel frænku í dag um mótorhjóladelluna mína
. Viti menn það er nú alveg greinilegt að við erum í sömu ætt, Rakel og Stjáni eru nefninlega líka alveg veik þeim langar svo a fá sér hjól. Findið í sitthvoru landinu, að spá á sama tíma. Það var frábært að getað spjallað við e-h sem reynir ekki að hræða úr manni líftúruna með slysasögum. Mig hlakkar ekkert smá til að prófa hjólið hans Jóa bróur um helgina. En ég er ekki nógu ánægð með hvað ég fékk fáar uppástungur að helginni. Mig langar svo að gera e-h geggjað, en veit ekki hvað, það er pabbahelgi. þá er ekki séns að vera heima. Elísabet vinkona kom með að fara til köben um helgina. Hún er að far þangað í svona rómantíska kærusuparaferð með Glenn. Nei takk ástin mín, en hafðu það alveg rosalega gott, sem ég veit að þú gerir
. Ég ætla allavegana að láta laga á mér neglurnar á morgunn, svo ég verði sæt og fín, ef mér yrði nú boðið í Brynju ís
Kannist þið við lagið dream, dream, dream
. Tala við ykkur á morgunn...
Athugasemdir
When I want you in my arms
When I want you and all your charms
Whenever I want you, all I have to do is
Drea-ea-ea-ea-eam, dream, dream, dream ... oh elska þetta lag líka.
Jæja kella... svo þú ert alvarlega að hugleiða þetta mótorhjólavesen?? Lofaðu mér bara einu... að fara VARLEGA!! Tala við þig sem fyrst elskan.. lof jú:X
Lísa (IP-tala skráð) 14.6.2006 kl. 10:15
Ég lofa því:)
Silla Ísfeld, 14.6.2006 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.