16.4.2007 | 20:28
Frábær helgi í alla staði;)
Hallóóó elskurnar
Þetta var ekkert smá frábær helgi. Það var þónokkuð um gestagang hjá okkur um helgina, alveg æðislegt. Börnin nutu sín í botn, fengu til sín gesti og voru líka með vinum sínum í hverfinu, allir saman úti að leika, ossa gaman. Ég fílaði mig í frumeindir að bera fram kræsingar, mér finnst svo gaman að drullumalla í eldhúsinu og hafa fyrir fólki. Gat engan vegin ákveðið hvað ég ætlaði að bjóða fram, þannig ég var bara með allt af öllu. Það er ágætt, þá fer engin svangur frá mér.
Elísabet æskuvinkona mín og börnin hennar voru ein af þeim sem komu í heimsókn. Hún var alveg þvílíkt að taka til í tölvunni hjá mér. "Silla, hvaaaða drasl ertu með í tölvunni hjá þér?" Hún er ekki ennþá búin, ætlar að láta fullt af nýju dóti í hana fyrir mig og gera hana voða fína, hlakka ekkert smá til. Hún er voða mikið á þessu tölvusviði og vinnur líka við tölvur. Eyða út og láta inn, jájájá ég hef vit á þessu öllu saman, yfirnáttúrulegi tölvusnillingurinn sjálfur.
Jæja 24 apríl verður ballettsýningin hjá Lísu Maríu í Borgarleikhúsinu. Miðasalan hófst í dag og kostar 2200 kr miðinn. Henni hlakkar ekkert smá til og að sjálfsögðu mér líka. Ég er meira segja búin að fara yfir videovélina mína, testa allt og ath með bæði myndarvélina og videovélina. Það væri nú frekar sorglegt ef e-h myndi vanta eða klikka á sýningunni sjálfri. Fyrirhyggja í fyrirúmi það borgar sig. þessi stund kemur ekki aftur, það er eins gott að negla hana niður í fyrsta.
Hafði fyrsta grillmat sumarsins í kvöld, var með kjúklingabringur, kart, salat og fl. Rosalega gott. Grillmatur stendur alltaf fyrir sínu, það er líka bara e-h stenming sem fylgir því að grilla.
Horfði á ótrúlega góða mynd á dvd núna um helgina sem heitir The Departed. Svona myndir fíla ég í botn. Góðar spennumyndir, þá get ég setið stilt og góð allan tímann, án þess að gera 770 hluti í einu. Mæli með henni fyrir fólk sem fílar spennumyndir.
Jæja ætla fara halda áfram með það sem ég var að gera, góða nótt elskurnar
Athugasemdir
Já ekki spurning að endurtaka þetta, bara snilld. Jú komin í fíling fyrir helgina. Veit meira segja í hverju ég ætla að vera, og hvað ég ætla að gefa þér í afmælisgjöf. Heyrðu fröken púkalína, þú verður að gefa mér e-h vísbendingu með leynigestinn. Afmælið þitt er á föstudaginn, ég get ekki beðið þangað til þá, það er alltof langt fyrir forvitna. Er þetta kk eða kvk? Er þetta manneskja sem þú ert að hafa samband við aftur eftir langan tíma? Sko við erum búnar að vera vinkonur í 23 ár, hernig á ég að fatta þetta? Hausinn á mér er á skrilljón. Á hvaða tímapunkti í lífinu kynntist þú þessari manneskju?...... Þú ert svo mikill púki. Lov jú baby.
Silla Ísfeld, 17.4.2007 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.