Nóg að gera um helgina;)

Hæ elskurnarKissing

Börnin voru ekkert smá sátt við sumargjafirnar sínar. Ég bjóst við þvílíkum öskrum og látum, en þau urðu bara alveg orðlaus í pínu stundWink. svo var ég kysst og knúsuð á milli þess sem ég var spurð spjörunum út, varðandi hjólinWinkGrinGrin. Fórum í nokkra hjólatúra í gær, Lísa María var fyrst pínu hrædd að hafa ekki fótbremsur, en það var nú fljótt að koma hjá henniWink. Það óx Elís Viktor svolítið í augum, hvað hjólið varð stórt og bað um hjálparadekkin sín afturToungeGrinGrin. Hann var pínu óöruggur að taka af stað, ég studdi við hjólið fyrir hann fyrst um sinn, en hvatti hann svo til að gera sjálfan sem hann gat alveg. Hann þarf bara að læra að temja sér aðeins meiri þolinmæðiGrin. Mér finnst svo fyndið þegar þegar hann er að óþolinmóður og fólk yfir höfuð, ég er sjálf óendanlega þolinmóðGrin. Ég þarf alveg að passa mig að hvorki brosa né hlæja, þegar hann verður óþolinmóður eða  pínu geðvondur þá verður hann ennþá verri í skapinuWink. Ég reyni nú að vera mjög skilningsrík og umburðarlind þegar svona stendur á hjá honum, sem er reyndar mjög sjaldanTounge. Lísa María er ekki svona, hún er svo róleg og tekur öllu með jafnaðargeðiGrin.  Það er svo gaman að eiga svona ólíka karakteraGrin.......

Fer í afmælispartý til Elísabetar æskuvinkonu minnar í kvöld, hlakka ekkert smá til. Hún er búin að gera mig svo forvitna, ég er nánast með flensueinkenni af forvitniTounge. Það kemur KANNSKI leynigestur sem við hittum stundum á djamminu, en er yfirleitt ekki tími til að tala viðWoundering. Ég hef ekki hugmynd um hver þetta getur verið, og er að verða brjáluð á að vita það ekkiW00t. Styttist í að ég komist að þvíWink. Þvílík púkalína að gera mér þetta, ég ætti kannski líka að gerast púkalína og gefa henni Rammsrein í afmælisgjöf (hún þolir þá ekki)ToungeGrinGrinTounge.

Á morgun gerist líka margt og mikið skemmtilegt, fer á opnun myndlistarsýningar, hlakka mikið til, og er heiður af, að hafa verið boðiðSmile. Kvöldið er næstum ráðið, samt ekki alveg, kemur betur í ljós. Ætla kíkja aðeins í búðir, langar í annað stutt pils, ljóst og kannski topp með, ef ég sé einhvernWink.

Jæja elskurnar góða helgiKissingKissingKissing......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Silla Ísfeld

Heyrðu elskan, ég held ég þurfi að setjast almennilega niður með þér og kynna þig fyrir Jónsa, Rammstein, Ozzy, Black Sabbath og fleirum. Aldrei að vita nema þú yrðir fan no 1 að lokum, bara fá réttu kynninguna.

Lov jú baby

Silla Ísfeld, 21.4.2007 kl. 10:38

2 Smámynd: Silla Ísfeld

Jú ástin mín, ný bloggfærsla á leiðinni. Var bara í dúlla mér í gær, svo er general prufan hjá Lísu Maríu á eftir kl. 18, sýningin á morgun. Læt inn nýja færslu í kvöld.

Silla Ísfeld, 23.4.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband