27.4.2007 | 19:44
Þvílíkt sem það er búið að vera mikið að gera:)
Hæ elskurnar
Ef það er ekki komin tími til að blogga, þá veit ég ekki hvað. Þvílíkt sem það er búið að vera mikið að gera. Bara svo ég telji smá upp fyrir ykkur. Eins og þið vitið fór ég í afmæli til Elísbetar vinkonu minnar síðasta föstudag. Á laugardeginum fór ég á opnun myndlistasýningar og út að borða um kvöldið með Ragnheiði vinkonu, fjölskyldunni hennar og mökum. Á mánudeginum var general prufan hjá Lísu Maríu, Þriðjudaginn ballettsýningin, Lísa María stóð sig ÓTRÚLEGA vel. Miðvikudaginn var saumaklúbbur. Núna í dag föstudag fer Elís Viktor aftur í dvd tökur á einu laginu sem hann söng í söngskólanum. Annað lagið sem hann söng fékk sjálfstæðan vilja og áhvað að hverfa, þannig það verður tekið aftur. Minnsta mál í heimi okkar vegna. Elís Viktor sagði " Já það er allt í lagi, það er svo gaman að fara í söngskólann". Á morgun laugardag er svo tónleikar hjá Elís Viktor í söngskólanum, þá fá foreldar, ömmur og afar að koma og hlusta á börnin sína syngja. þessi upptalning er bara brot af því sem hefur verið að gerast í vikunni fyrir utan allt annað, og + í vinnunni. Frábær vika og ossa gaman.
Byrjaði að taka mig heljartaki í mataræðinu í gær, búin að vera frekar kærulaus með það uppá síðkastið. Held ég hafi pissað svona 45 sinnum, bara í gær og svipað í dag. það er þjálfari niðrí Laugum sem er nú bara eitt stikki frábær ( Ekki minn þjálfari, þó minn sé líka alveg frábær.) Ég var að tala við Ragnheiði vinkonu í Laugarkaffi í dag, þegar þessi þjálfari settist hjá okkur. Eftir pínu stund stóð ég upp og sagðist ætla fara brenna, ég væri að taka mig þvílíku taki bæði í mataræði og æfingum. Þá heyrist í honum "já rassinn á þér hefur stækkað svolítið". Það er alveg satt, hann hefur stækkað pínu, tekur mig ca 3 daga að ná honum niður aftur. En rosa gott að heyra svona comment sem maður veit að er vel meint. Enda þakkaði ég honum fyrir og varð ennþá duglegri fyrir vikið á æfingunni. Stundum þarf maður að heyra e-h svona frá óháðum aðila. Það skiftir líka máli hvernig gagnrýnin er sögð, þessi þjálfari kann að gagnrýna á jákvæðan hátt.
Ég keypti tvær bækur í gær, önnur fyrir mig og hin fyrir börnin, elska að kaupa bækur og geisladiska. Keypti Fíusól fyrir börnin, brjálæðislega fyndin og skemmtileg bók. Ætlaði að lesa einn kafla en las tvo og hefði alveg getað lesið fleiri, frábær bók. Það var orðið framorðið og þurfti að stoppa einhvernstaðar svo börnin gætu sofnað, það verður framhald í kvöld og næstu kvöld.
Í þarsíðustu viku kaypti ég Atlas barnanna, rakst á hana fyrir tilviljun og ákvað að kaupa hana, rosalega flott bók. Ég er búin að vera fræða börnin aðeins um löndin, þeim finnst það rosalega skemmtilegt og spennandi og spyrja endalausra spurninga. Mæli ekki með að glugga í þessa bók rétt fyrir svefninn, nema kannski að byrja 2 tímum fyrr. Það eru endalausar spurningar, maður vill reyndar fá þannig viðbrögð, en kannski ekki rétt fyrir svefninn. Ég var svo brjálæðislega léleg í landafræði þegar ég var yngri. Ætla að reyna gera mitt besta svo börnin mín verði ekki þannig.
Jæja elskurnar ætla fara taka til, aðalega brjóta saman þvott, hefur ekki verið mikill tími til þess undanfarið.
Athugasemdir
Endilega tékkaðu mér elskan, það væri bara snilld að hittast, þar sem þú ert nánast með stelpurnar á skautum í næsta húsi. Var að horfa á dvd tökuna með Elís Viktor, hann er bara eitt stikki æðislegur. þú skilur hvað ég meina þegar þú sérð diskinn, þvílíku taktarnir hjá honum, ekkert smá gaman að eiga þetta á dvd. Sé þig vonandi á morgun elskan mín.......
Silla Ísfeld, 28.4.2007 kl. 18:25
Silla,
Farðu nú að æfa almennilega og ekki gleyma rassinum Hí hí hí
Skil vel að þú sért montin með árangur fallegu barnanna þinna, þau eru auðvitað bara æðisleg eins og þú Silla mín.....
eybergsmamman , 28.4.2007 kl. 21:30
Híhíhí þessi blessaði rass, alltaf til vandræða. Það var kallað á eftir mér rétt fyrir jól " Silla rassinn á þér er að hverfa" ÞAAAÐ VIL ÉG ALLLLLS EKKI. Svo núna hefur hann stækkað, hann er ekkert stór, myndi aldrei láta það gerast, en hann hefur stækkað. þannig nú er ég að taka mig taki, komin með markmið og allt.
Takk Ásta mín fyrir fallegt comment, það er ekki hægt annað en að vera stolt af þeim, þau eru svo dugleg og huguð. Það þarf alveg heilmikinn kjark og þor til að syngja fyrir fullum sal af fólki, eða að dansa ballett fyrir fullu Borgarleikhúsi. Get ekki annað en verið yfir mig stolt af þeim.
Silla Ísfeld, 28.4.2007 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.