27.6.2006 | 23:01
Þriðjudagur.27. Júní 2006
Hæ hæ
Þvílíku hrósin sem ég fékk á æfingu í morgunn. það er ekki leiðinlegt að byrja morgununn á því, það endist manni allan daginn og meira til. Dagurinn í vinnunni í dag var svona fundadagur, fara yfir skjólstæðinga mína með félagsráðgjafanum og ákveða næsta skref. Ég verð að segja ykkur frá því, mér þótti svo vænt um það. Það hringdi til mín strákur í gær, sem ég var með í persónuráðgjöf. Hann var að útskrifast úr langtímadvöl, þá er fundur með félagsráðgjafa og foreldrum ásamt barni, hann mátti setja 3 kröfur. Hann setti 2 kröfur önnur þeirra var að fá að hafa mig aftur sem persónulegan ráðgjafa. Mér þótti ótrúlega vænt um þetta og ætla að uppfylla þessa ósk hans
. Svona gengur ferlið samt ekki fyrir sig, það eru félagsráðgjafarnir sem hafa samband við mig, kynna mér málið og ég ákveð hvort ég vilji taka það að mér eða ekki. Hann ætlaði bara að vera pottþéttur
. Eftir vinnu fór ég að leyta mér að digital myndavél, sá eina sem mér leist mjög vel á. Ég fór í 5 búðir og ætla að skoða betur á morgunn áður en ég ákveð mig. Ég kannast bara ekki nógu vel við merkið á vélinni sem mér leist svo vel á, það var olumpus. Ég þekki kodak, canon,sony og panasonic mikið betur. Það var bara svo mikið af góðum fídusum í olumpus vélinni, en maður má ekki falla alveg fyrir því. Ég skoða þetta betur á morgunn
. Jæja núna undir kvöld sá ég vin sem ég hef ekki séð eða talað við lengi, það var gott að sjá hann þó það hafi bara verið í umferðinni
. Tala við ykkur á morgunn...
Athugasemdir
Hæ sæta !
Haha en fyndið, var einmitt að kaupa mér nýja digital myndavél á mánudaginn :o) En annars þá er ég búin að eyða ANSI góðum tíma í að finna réttu vélina, sem ég svo loksins fann á endanum eftir MJÖG umfangsmikla og erfiða leit. En PLÍS láttu þér bara allavega EKKI detta það í hug og fara kaupa þér kodak myndavél......Við keyptum okkur eina slíka (rándýra meira að segja 55þús ísl.) fyrir ekki svo mörgum árum og ég hef aldrei verið ánægð með hana. Byrjaði nú meira að segja á því að sú fyrsta sem við fengum hætti bara gjörsamlega að virka, einn hlutur á fætur öðrum og ég litla frænka þín er nú ekki beint þekkt fyrir að halda upp á gallaðan hlut og hvað þá ef ég hef borgað MORÐFJÁR fyrir hann, svo ég reifst og skammaðist alveg heilan helling þangað til ég á endanum fékk alveg glæ nýja vél og það meira að segja típunni ofar í skaðabætur ;o)híhíhí, já alveg típískt ÉG!!! En því miður var sú vél bara ekkert betri þannig lagað, svo að ég get með nokkuð vissu sagt að ALLAR kodak vélar eru D R A S L...
Rakel pakel (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 11:35
Híhíhí já findið við erum voða mikið að pæla í þvi sama þessa dagana, samt bara af tilviljun. En takk fyrir ráðleggingarnar elskan mín, það er ótrúlegt þó að kodak hafi verið lengi á markaðnum, hef ég ekki góða tilfiningu fyrir þessu merki. Ég var að heyra samskonar dæmi í dag með kodak digital myndavél sem bilaði bara strax og nokkrum sinnum eftir það. En þarna þekki ég þig, litla fænka með bein í nefinu og stendur á sínu, ég sé þig í anda:) Þessi litla frænka er nefninlega ekkert svo lítil eftir allt, hún getur sko alveg látið í sér heyra;) En auðvitað stendur maður á sínu, maður ætlast til að myndavélin virki fyrir þennan pening. Það er ekki eins og þetta hafi verið e-h drasl á 10.000.... Hlakka ekkert smá til 15. júlí;);););)
Silla Ísfeld, 29.6.2006 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.