29.6.2006 | 00:48
Miðvikudagur.28. júní 2006
Hæhæ
Dagurinn í dag byrjaði ekki eins vel og í gær. Það munaði hársbreidd að það væri keyrt yfir son minn í morgunn. Ég gargaði svo rosalega, að það var ekki eitt einasta þak á húsunum í nágreni Rimaskóla. En það var það sem bjargaði honum, móðursýkisgargið í mér. Við vorum að keyra Lísu Maríu á leikjanámskeið sem er í Rimaskóla og erum að fylgja henni inn. Elís Viktor labbaði fyrir aftn bílinn, það var einn bíll við hliðina á okkur sem var akkúrat að fara bakka þegar Elís Viktor stendur fyrir aftan hann, sem betur fer sá ég þetta. Ég var nefninlega að sinna Lísu Maríu og hélt hann væri fyrir aftan mig, ég veit ekki hvað það var sem fékk mig til að líta upp, en sem betur fer gerði ég það. Ég er alltaf að segja við börnin að það megi alls ekki labba fyrir aftan bílana, ég er búin að segja það miljón sinnum eins og örugglega flestir foreldrar. Ég veit um tvö tilfelli, þar sem foreldrar hafa séð börnin sín verða fyrir bíl en ekki getað bjargað þeim. Bæði þessi börn dóu, sitthvor fjölskyldan. Ég var ekki einu sinni orðin ólétt af Lísu Maríu þegar ég vissi um annað tilfellið. þetta hefur ekki náð að víkja úr huga mér í öll þessi ár sem eru örugglega orðin 8 eða 9. Aumingja Elís Viktor brá svo rosalega þegar ég gargaði, ég garga yfirleitt ekki á börnin mín. Hann vissi ekki hvernig hann ætti að vera, setti bara í brýnnar og sagði mamma, ég tala ekki við þig. En svo þegar ég skýrði það út fyrir honum af hverju ég hefði öskrað, ég var ekki vond, ég var bara hrædd, kom hann til mín og gaf mér stórt knús
. Mér brá rosalega, konan kom út úr bílnum og talaði við mig, ég var bara hvít í framan. En nóg um þetta, ég fór á æfingu og losaði um hnútinn sem var ekkert smá lengi í maganum á mér. Mér tókst að losa hann, að vísu með öskrum út um alla líkamsrætarstöð og var næstum flogin af brettinu í leiðinni
. Ég var að tala við kunningja vinkonu mína á brettinu þegar Friðrika vinkona kemur hinumegin við mig, alveg upp að mér og segir hátt og skýrt SILLA. Eins og ég sagði áðan öskraði ég vel hátt og var næstu flogin af brettinu, svo hló ég bara
. En þetta losaði hnútinn í maganum á mér sem hafði myndast fyrr um morguninn, takk Friðrika mín
.... Úr einu í annað. Þetta var ekkert smá annasamur dagur, tvær æfingar plús allt hitt. Mér vantaði alveg 5-7 tíma í viðbót við daginn og örugglega meira á morgunn og föstudaginn. Ég sem hélt að þetta yrði frekar róleg vika og ætlaði bara að njóta þess. Nei við getum alveg steingleymt því. Það er líka bara í fína frá kína, þannig líður mér lang best, að hafa brjálað að gera
. Ef það er ekki í vinnunni, nota ég tækifærið í framkvæmdir á heimilinu
. Það kalla ég rólegt, af því þá er maður bara heima að mála og bráðum flísaleggja baðið
........ Nú styttist í að Rakel frænka komi 7. dagar
..... Tala við ykkur á morgunn....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.