8.5.2007 | 12:49
Skellti mér í mótorhjólapróf;)
Hæ elskurnar
Þessa dagana sitjum við systur saman á mótorhjólanámskeiði. Ákváðum að skella okkur saman, hafa stuðning af hvor annarri, og fá útrás fyrir delluna í okkur. Þetta er eld, eld, eld gamall draumur sem ég er að láta rætast. Get nú ekki alveg sagt að pabbi sé sáttur við þetta hjá okkur systrum, finnst þetta bölvuð vitleysa í okkur. En það var einmitt hann sem smitaði okkur af dellunni, með því að ala okkur upp á mótorhjólasögum frá því við vorum litlar. Hann er líka óspart minntur á, að það sé of seint í rassinn grypið, að fara taka í taumana núna. Mömmu finnst þetta frábært hjá okkur systrum og stendur alveg með okkur. Pabbi gerir það svosem líka, þó hann vilji ekki alveg gefa grænt ljós á þetta, hann er bara hræddur um litlu stelpurnar sínar......
Nú er Eurovision á næsta leiti + kostningar, vá bara stórt djamm framundan. Ég ætla reyndar ekki á neitt tjútt, gerði það síðustu helgi sem var pabbahelgi, ótrúlega gaman hjá okkur vinkonunum. Fórum á Ólíver og dönsuðum af okkur rassgatið, þegar Ólíver lokaði fórum við á Vegamót og síðan á Sólon. Geðveikt gaman, hitti ekkert smá mikið af fólki sem ég þekki.
Eruði búin að mynda ykkur skoðun á hvað þið ætlið að kjósa? Ekki ég, ég fylgist svo innilega ekki með pólitik, nema þegar e-h sérstakt er að gerast. Annars legst í stefnur flokkana rétt fyrir kostningar og kýs það sem henntar mér best hverju sinni. Þetta fyrirkomilag mitt hefur gengið vel hingað til, þannig ég held mig við það....
1000 kossar og rembingsknús elskurnar.....
Athugasemdir
Þetta er náttúrlega della útaf fyrir sig. Já elskan mín, ég fer varlega, er ekkert farin að gera ennþá, er í þessu bóklega núna. Fer líklegast í verklega í lok næstu viku, hlakka ekkert smá til.
það er voða gott að skella sér á smá tjútt þegar börnin eru hjá pabba sínum. Ætluðum reyndar ekkert endilega að fara neitt, svo bara þróaðist kvöldið þannig að við kíktum út, og úr varð þetta líka magnaða kvöld. Þetta eru skemmtilegustu kvöldin, ekkert ákveðið, en samt opin fyrir öllu......
Silla Ísfeld, 8.5.2007 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.