14.5.2007 | 21:17
Motorhjólaskólanum lokið:)
Hæ elskurnar
Hæ elskurnar, nú er motorhjólaskólanum lokið, þetta var alveg snilldar námskeið. Lærðum heilan helling um mótorhjól að sjálfsögðu, motorhjólaviðgerðir, mótorhjólaslys. Helstu leiðir til að lifa af í umferðinni sem mótorhjólafólk, það var komið inná flug, já,á flugvél ofl, ofl. Lærði heilan helling sem ég vissi ekki áður, það er ekkert BARA að keyra mótorhjól, síður en svo. Æðislegt námskeið, nú er bara að lesa undir próf og fara svo í verklega hlutan, sem er skemmtilegasti hlutinn. Get ekki beðið eftir að ljíka þessu námskeiði og komast á almennilegt hjól. ÞVÍLÍLA KIKKIÐ, adrenalínið fer alveg gjörsamlega upp úr öllu valdi.
Börnunum finnst þetta mjög spennandi, Elís Viktor þó meira " mamma verður þú þá mótorhjólakona?". Ég var einmitt að hugsa um það um daginn. Hjá börnunum mínum er það mamman sem er dellukerlingin, ekki pabbi þeirra. Hann er alveg laus við alla svona dellu, gat ekki staðið meira á sama þegar ég var að benda honum á einhverjar geggjaðar álfelgur eða mótorhjól í umferðinni. Ég held ég teljist bara heppinn að hafa ekki ennþá farið úr liðnum við að horfa á eftir hjólunum á sumrin. OOhh þetta er svo gaman.
Ég er búin að vera í pínu framkvæmdarfíling núna um dagana, ossa gaman. Alltaf hægt að breyta og betrumbæta hjá sér það er ekki málið. Mesta málið er að halda aftur að sér og sníða stakk eftir vexti og fara lengri leiðina. Kýs að gera það frekar en að taka yfirdráttarheimild eða láta á raðgreiðslur. Þetta kemur allt með kaldavatninu.
Við börnin áttum alveg dásamlega helgi það var nokkuð um gestagang hjá okkur, svo fórum við í heimsóknir, afmæli og bíó, ossa gaman hjá okkur.
Í dag hefði afi orðið 85 ára, af því tilefni söfnuðumst við öll saman heima hjá ömmu. Alltof sjaldan sem maður hittir ættingja sína, eins og það er gaman.
þetta er orðið gott í bili, góða nótt elskurnar
Athugasemdir
Hellúú darling, játs verklegi hlutinn er lang skemmtilegastur. Samt erfiður, við eigum að geta keyrt svo hægt, þannig það sé hægt að ganga við hliðina á okkur,keyra á milli keilna og allskonar hundakúmstir. En já ég fer varlega, ekki spurning.
Takk fyrir það elskan mín, hann hefði orðið 85 ára í dag, hefði hann lifað. Ég stefni á 100 ára, án gríns. Svo á Ísabella guðdóttir mín afmæli á morgun, verður 2 ára, hún er svo mikið skott. Hún heldur stundum hún geti stjórnað öllum heiminum, alveg ótrúleg. Vorum einmitt í afmæli hjá henni á sunnudaginn. Hún er svo hrifin að baby dúkkunni hennar Lísu Maríu. Fékk svo svoleiðis í afmælisgjöf frá foreldrum sínum. Hún var alveg með það á hreinu að þetta væri Sól, dúkkan hennar Lísu Maríu sagði bara " nei mittlí á" var alveg hissa á Lísu Maríu að taka ekki við dúkkunni.
Heyrðu elskan, ertu að breytast í yfirtjúttarann? Nú líst mér á þig.
Silla Ísfeld, 14.5.2007 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.