8.7.2006 | 23:38
Laugardagur.8. Júlí.2006
Hæhæ.
Jæja nú er ég komin heim úr viku fríi, fór með börnin í sumarbústað ekkert smá gaman. Við höfðum næturgesti allan tímann. Elísabet vinkona kom með dóttur sína og voru þær mæðgur hjá okkur alla helgina, við grilluðum fórum í pottinn og dýragarðinn slakka, það var ekkert smá gaman hjá okkur. Á kvöldin eftir að börnin voru sofnuð var málbænið þjálfað til hins ýtrasta. Á mánudeginum kom Friðrika vinkona með syni sína tvo og var hjá okkur alla vikuna. Aumingja Siggi maðurinn hennar Friðriku var skilin eftir heima konulaus, barnslaus og meira að segja bíllaus
. Enda þurfti hann að vinna, hann er ekki ennþá kominn í sumarfrí og Friðrika vinkona ennþá í barneignarfríi.. Þá er því ekkert til fyrirstöðu en að skella sér í sumarbústað með einni af sínum bestu vinkonum, enda höfum við hist í mýflugumynd upp á sýðkastið. Við bættum heldur betur úr því þessa viku, ekkert smá gaman
. Það var svo findið, Friðrika var ekki fyrr kominn inn úr dyrunum þegar hún spyr hvort ég hafi ekki sjónvarpstöðina Sýn af því það væri úrslitakeppnin í HM. Ég sagði bara HA er það í handbolta eða fótbolta
. Hún hló svo mikið og er búin að vera gera grín af mér alla vikuna. Ég fylgist ekkert með þessu og gæti ekki staðið meira á sama. Nei þá var þetta henni hjartansmál og ætlaði að dröstla mér á næstu búllu sem er í 20 mínútna fjarlægð á 110 km hraða til að horfa á leikinn. Til allrar hamingju var leikurinn sýndur í opinni dagskrá, ég hefði samt alveg farið með henni, ekki vandamálið. Ég hélt samt að ég væri alveg laus við fótbolta þegar bara stelpur eru samankomnar
.... Úr einu í annað. Ég þurfti að fara með dóttur mína á spítala í gær og vorum yfir nótt. Hún er alveg ótrúleg, ég á stundum ekki orð yfir hana. Við byðum á skoðunarherbergi eftir læknir og vorum búin að býða frekar lengi, ég var alveg í spreng og segi við hana." Lísa María mamma ætlar að eins að fara á klósettið, ég er alveg að pissa í mig, ekkert mál með það. Þegar ég kem til baka er fjallmyndarlegur ungur læknir kominn til hennar og byrjar greinilega á léttu spjalli. Hva komst þú bara ein með bróður þínum. ÞÁ segir Lísa María, nei mamma mín fór að kúka, hún er með niðurgang". Þegar hún sgaði þetta stóð ég nánast í dyrinum og heyrði allt sem hún sagði. Mig lagaði að hverfa. Hún er ótrúleg, ég sagði við hana að ég væri að fara að pissa. Nei þá segir hún við þennan myndarlega læknir að ég sé að kúka og ekki bara það, heldur með niðurgang líka. Ég hélt ég yrði ekki eldri, það var líka e-h glott á honum. Þannig ég varð svo vandræðileg. Mig langaði mest til að segja ég var ekki að kúka, ég var að pissa. En ég gerði það að sjálfsögðu ekki. En svona eru börn í hnotskurn, svo saklaus og eðlileg, í þeirra augum er svo eðlilegt að hafa hægðir, að maður getur talað um það hvar og hvenær sem er.
Ótrúleg ekki satt... Ég tók helling af myndum og læt einhverjar núna og fleiri næstu daga... Heyrumst á morgunn
Athugasemdir
Hvar eru allar myndirnar sem þú ert búinn að taka..
Mamma (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.