17.5.2007 | 01:04
Uppí sveit að elta gamla geit;)
Hæ elskurnar
Við Elís Viktor fórum saman í sveitaferð í leikskólanum í dag, mikið rosalega var það gaman. Vildi óska að við ættum nána ættingja á sveitabæ sem væri hægt að heimsækja reglulega. Mér finnst svo gott að komast svona út fyrir borgarmörkin, komast í snertingu við náttúruna og dýrin, mér finnst það æðislegt. Finna fjósaliktina uummm það er æði og beljurnar, þær eru svo vinalegar og æðislegar, ásamt öllum hinum dýrunum að sjálfsögðu. En mér finnst beljur bara svo extra æðislegar.
Á morgun er vorhátíð í skólanum hjá Lísu Maríu, hoppukastali, leiktæki, grillaðar pylsur og flottheit, að sjálfsögðu ætlum við þangað. Búinn að vera mikill spenningur í gangi varðandi það, taldir niður dagarnir og allt, ossa gaman.
Hafiði séð Ford GT- inn á mbl.is illa geðveikur 550 hestöfl, 3,4 sekúntur að ná 100 km hraða, og 6 sekúntur í 160 km siglingu. Halló!!! ég skal alveg keyra hann og ath hvað hann eyðir miklu bensíni. Það eru nokkrir bílar frá bílaumboðunum að fara í sparaksturskeppni, þar á meðal þessi geðveiki bíll. Væri ég til í að testa hann eða hvað. 6 sekúntur, þetta er á við mótorhjól, pæliði í því.
Góða nótt elskurnar.........
Athugasemdir
Vá hestar en æðislegt. Það var ekkert smá leiðinlegt veður í gær, þannig það voru engir hoppukatalar eins og átti að vera á vorhátíðinni í skólanum hjá Lísu Maríu. Það voru samt önnur leikföng í boði, grillaðar pylsur og fl, þannig þetta bjargaðist.
Nei, ég hef nú vanist því í gegnum árin að vinkonur mínar eru hvorki svona dellukerlingar eins og ég, né hlusta á sömu tónlist og ég. Enda væri ekkert gaman ef allir væru eins.....
Silla Ísfeld, 18.5.2007 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.