15.7.2006 | 17:46
Föstudagur.15 júlí 2006
Hæhæ.
Þið hafið kannski velt því fyrir ykkur hvort ég sé tínd og tröllum gefin eða hafi verið sogin upp af geimverum eins og Friðrika vinkona segir stundum. Nei það er nú öðru nær. Lísa María dóttir mín er búin að vera mjög mikið lasin, við eru búin að vera inn á spítala í tæpa viku. Hún hefur aldrei verið eins mikið lasin eins og hún var núna en við erum komnar heim og hún er að ná sér. Barnsfaðir minn er kominn heim frá Tyrklandi, börnin fóru til hans í gær föstudag og verða í eina viku. Það er ekkert smá skrítið að hugsa til þess að ég verði barnlaus í heila viku, hef aldrei áður verið svona lengi frá börnunum mínum. En ég er búin að hrúga á mig vinnu allan tímann og það er vægast sagt, nota tækifærið á meðan börnin eru hjá pabba sínum, þá er svo skemmtilegt að fá launaseðilinn. Ég ætlaði að flísaleggja baðið hjá mér á meðan börnin eru hjá pabba sínum, en mér gefst nú ekki tími til þess. Ég gleymi því samt ekkert, það er ekki hægt. Það er svo skelfirlegur dúkur á salerninu hjá mér að ég reyni að vera eins fljót og ég get í hvert skipti sem ég þarf að fara þangað inn.
Jæja í kvöld er rosalegt djamm á barnum. Rakel frænka og Stjáni eru komin til landsins og verða vinir þeirra og kunningjar þar saman komnir, sem eru ekkert smá margir og að sjálfsögðu mætir Silla frænka.
. Ég ætla að taka helling af myndum sem ég læt hér inn, ég á líka eftir að láta fleiri myndir úr sumarbúrstaðarferðinni. Eru þið búin að ákveða hvað þið ætlið að gera um verslunarmanna helgina? Ég er búin að ákverða hvað ég ætla að gera
. Heyri í ykkur á morgunn....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.