Sunnudagur 16. júní 2006

Hæ hæBrosandi.

Ég fór í partýið hjá Rakel og Stjána í gær sem var haldið á Barnum. Rosalega var gaman, það var svo gaman að sjá vini þeirra og kunningja sem ég hef heyrt svo mikið um, en ekki séð næstum alla, þau eiga nefninlega heilan hafsjó af vinum og kunningjumGlottandi. Enda eru þau svo opin og frábær bæði tvöBrosandi. Jæja svo ég haldi nú áfram. Börnin ætluðu að vera hjá pabba sínum í heila viku, en það breyttist skyndilega í pabbahelgi þegar uppgötvaðist að aumingja karluglan er með salmonellusýkingu eftir Tyrklandsferðina. Mér finnst æðislegt að vera búin að fá börnin mín heim, en ég er samt í smá klemmu. Ég var nefninlega búin að fjórfalda vinnuna þessa viku á meðan börnin áttu að vera hjá pabba sínum. Veit ekki alveg hvað ég á að gera en það kemur í ljós....... Ég fór í bíó í dag með einn strákinn sem ég er með í persónuráðgjöf á myndina Click, hún var mjög góð, kom mér á óvart, hafði ekki mikla trú á henni en hún var mjög góð. Góður boðskapur í henni. Við lifum á tímum þar sem lífsgæðarkapphlaupið er að drepa okkur, ef við slökum aðeins á erum við úr og komumst ekki upp metorðastigann, en í staðinn þarfum við að fórna tíma með fjölskyldunni. Hvort er nú mikilvægara og svari nú hver fyrir sigGlottandi. Þetta var í raun boðskapur myndarinnar.... Jæja nenni ekki að bulla þetta meira en í staðin ætla ég að sýna ykkur myndirUllandi.... Heyri í ykkur á morgunn....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband