Helgin ótrúlega vel nýtt;)

Hæ elskurnarKissing

Á föstudeginum fengu börnin mín einhverja flugu í hausinn að gista annarstaðar en heima hjá sér, ekkert mál með það, ég lét það eftir þeimSmile. Elís Viktor gisti hjá Tuma vini sínum og Lísa María hjá Rannveigu systir. Þessi skyndiákvörðun kom sér vel, því ég var á námskeiði á laugardeginum frá kl:10-17, frábært námskeiðSmile. Þegar heim var komið, var Tumi hjá okkur framyfir kvöldmat og þverneitaði að fara heim með pabba sínum þegar hann ætlaði að sækja hann. Þannig Tumi gisti hjá okkur á laugardeginumSmile. Lísa María ætlaði þá líka að fá að hafa næturgest, ekkert mál með það, en vinkonan var e-h upptekin snemma morguninn eftir, þannig það gekk ekki upp.

Þegar ég var í hádegishléinu á námskeiðinu, sem var klukkutími, ætlaði ég að hendast heim til Friðriku og Sigga í hádegismat. Voða hentugt, þau búa rétt hjá þar sem námskeiðið var haldið, búin að gera boð á undan mér og allt. Þá hafði Friðrika skellt sér á æfingu, hringt svo í Sigga "Heyrðu Siggi, Silla er að koma í hádegismat, taktu vel á móti henni og gefðu henni e-h að borðaGrin" Alveg ótrúleg hún elsku Friðrika mín, henni er ekki fisjað samanLoLLoLLoL. Siggi tók mjög vel á móti mér, enda ekki við neinu öðru að búast, takk fyrir migKissing. Spáiði í því ég kynntist þeim í sitthvoru lagi, Sigga á undan, langt áður en þau hittu hvort annað. Siggi var vinur, vinar míns, svo kynntist ég Friðriku, ekki í gegnum Sigga, þá voru þau nýbyrjuð saman "Ha ert þú nýja kærastan hans Sigga" En ég kynntist Friðriku bara af því hún stormaði inn á sólbaðstofuna sem ég var að vinna á, áður en ég vissi af var ég búin að gefa henni tíma í nöglum.(ég er naglasnyrtifræðingur, lærð það "97) Þegar hún stormaði út aftur, snéri ég mér eiganda sólbaðstofunnar "HVER VAR ÞETTA EIGINLEGA"LoLLoLLoL. Við rifjum þetta oft upp, þarf að segja ykkur frá þessu við tækifæri, mjög fyndiðLoL.

Á sunnudeginum skiluðum við Tuma heim rétt eftir hádegi, skunduðum svo upp í Kjós í heimsókn í sumarbústað til foreldra Friðriku, að sjálfsögðu voru Siggi og Friðrika þar líka með strákana sína 2. Notuðum tækifærið og fórum á sveitabæinn Grjóteyri í leiðinni, aumingja Friðrika undir lokin, lá hún eins og dauð í grasinu að drepast úr frjókornarofnæmi. Þegar við fórum heim í bústaðinn sagði pabbi hennar, hann er stundum svo fyndin " Silla mín, nú kemstu ekki í bæinn, þú angar af fjósaliktLoLLoLLoL" Oh mér finnst fjósalykt svo góð, tími varla að þvo fötin sem ég var í, svona er ég skrítinTounge. Við fengum æðislegar lummur sem mamma Friðriku bakaði á meðan við vorum á Grjóteyri, Elís Viktor borðaði þær eins og botnlaus væri, og heimatilbúna sultu meðSmile..... Takk innilega fyrir okkurKissingKissingKissing....... Eftir þetta ferðalag fórum við í heimsókn til foreldra minna, þá var klukkan rétt eftir kvöldmat, stoppuðum aðeins þar. Fórum svo heim og beint út að hjóla, Þar að segja börnin hjóla og ég skokka með. Ætla alltaf að labba rösklega en enda alltaf með því að skokka, "mamma við nennum ekki að hjóla svona hægt skokkaðu" ótrúleg þessi börn, það er ágætt þá næ ég að vinna mig meira upp í þolinuWink.

Í dag mánudag hringdi Rannveig systir fyrir hádegi og plataði okkur með sér í fjölskyldu og húsdýragarðinnSmile. Við fórum þangað og eyddum þar nánast öllum deginum, rétt slapp inn í bakarí, rétt fyrir lokun og keypti smá bakkelsi og kom með hingað heimWink. Öll orðin alveg rosalega svöng eftir frábæran dagSmile. Eftir kvöldmat fórum við börnin út að hjóla í góðan 1 1/2 tíma, 3 vinkonur Lísu Maríu komu með okkur, þannig við vorum 5 börn og ég. 2 vinkonur Lísu Maríu vildu frekar ganga með mér en að vera á hjólum, þannig við vorum ágætis skokk og hjólahópurGrin.

Eins og þið sjáið er þetta búin að vera æðisleg helgi, vona hún hafi líka verið það hjá ykkurSmile.

Góða nótt elskurnarKissingKissingKissing.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrika Kristín

Úff, ég er nú bara þreytt eftir þennan upplestur! Hefurðu nokkurn tíma látið athuga hvort þú sért ofvirk, Silla mín! Æ, þú varst svo sæt þarna á sólbaðsstofunni í den. Alveg vissi ég að þú værir eðal um leið og ég sá þig, át þig með húð og hári.

Það var svaka gaman hjá okkur um helgina...

PS. Sigga finnst þú nota of mikið af brosköllum!

Kveðja, Friðrika

Friðrika Kristín, 29.5.2007 kl. 10:41

2 Smámynd: Silla Ísfeld

Hellú elskan

Nei ég hef ekki látið ath hvort ég sé ofvirk, hef ekki talið mig þurfa þess. En mér hefur hinsvegar verið bent á það nokkrum sinnum að láta ath það. Ég kæmi örugglega út með þvílíka greiningu á bakinu, ofvirk með athyglisbrest, mótþróaþrjóskuröskun, föst á gelgjunni og nýja greiningu sem heitir, með útlitið á heilanum..... Nei nei ég er að fíflast, er bara vel virk.

Já, ég hefði ekki viljað vera étin neitt öðruvísi, því þá væri minningin önnur og líklegast ekki Friðrika sem ég þekki. Þetta ert bara þú í hnotskurn, alveg frábær.

Silla Ísfeld, 29.5.2007 kl. 12:17

3 Smámynd: Silla Ísfeld

Upgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon icons
Upgrade Your Email - Click here!

Silla Ísfeld, 31.5.2007 kl. 12:58

4 Smámynd: Silla Ísfeld

Ohh ég er svo mikill tölvu VITLEYSINGUR. Vissi ekki alveg hvað ég var að gera, ætlaði að láta þetta á msn-ið hjá mér. Já ég færði bústaðinn um eina viku, búin að hringla með þetta í 2 vikur, vogin velta öllu fram og aftur. En að hafa fært bústaðinn um eina viku, hentar mikið betur.

Silla Ísfeld, 31.5.2007 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband