4.6.2007 | 16:06
Geggjuð helgi að baki;)
Hæ elskurnar
Smá leiðrétting fyrir hana Erlu mína, var að tala við hana í símann um helgina á meðan hún var að skoða bloggið mitt. Allt í einu "Siiilla, ég varð 35 ára ekki 36" Úúúpsss fyrirgefðu Erla mín, hér með er það leiðrétt, fannst þið Friðrika vinkona vera jafn ungar.
Fór í heimsókn til Elísabetar vinkonu á föstudaginn, vorum e-h að spjalla, spurði svo " Elísabet á ég að nudda þig?" Veit hvað hún er slæm af vöðvabólgu, og ég er svo góð í að nudda, finnst það líka gaman, þannig ég bara bauðst til þess að nudda hana. Í framhaldi af því datt í hug að fara á nuddnámskeið og er búin að vera vafra um á netinu, í leit af nuddnámskeiðum. Fann nokkur mjög spennandi og er að spá í að skella mér á nuddnámskeið.
Á laugardeginum kíktum við Ragnheiður og Rut aðeins út, komum við á B5. Það var verið að breyta staðnum, vá ekkert smááá flottur eftir breytingu. þegar maður gengur inn í hluta af staðnum, er eins og að ganga inn í annað tímabil, maður segir bara vááá.......
Á sunnudeginum kíktum við Jói bróðir til Grindavíkur á sjóarinn síkáti, sem var mjög gaman. Alveg ótrúlegur hann Jói bróðir, ég get stundum alveg bilast úr hlátri, mjög hreinskilin eins og systir sín og segir sína skoðun á hlutunum. Ég var e-h að nefna við hann mig langaði í Labrador hund, " Nei Silla, það er ekki fyrir þig, þú átt ekki mann. Hundar eru fyrir fólk sem getur farið út að labba saman með hundinn og börnin. Ekki fyrir fólk sem hleypur á einhverju hlaupabretti og æfir sig með lóðum í tækjasal:" Ég hélt ég myndi biiiilast úr hlátri. Alltaf gaman að heyra nýjar skoðanir á hlutunum. Að betur hugsuðu máli, ætla ég ekki að fá mér hund strax. Mundi allt í einu eftir því, maður þarf að taka kúkinn upp eftir þá, þegar þeir kúka úti. Sé það ekki alveg fyrir mér, ég geti það. Labbað úti með kúk í poka, þangað til ég kemst í næsta rusl, nei takk. Fyrst er það maður, sem mun þá sjá um þessa deild Ég skal gera allt annað sem fylgir því að sjá um hund.
Jæja elskurnar.....
Athugasemdir
Ég var svo stutt í bænum, kíktum bara aðeins. Held ég hafi verið komin heim um 24.30, lagðist upp í sófa með bland í boka, ætlaði að hafa það kósý og horfa á sjónvarpið, aldrei þessu vant, en steinsofnaði. Uss eins og þetta var góð mynd sem ég ætlaði að horfa á, var ekkert smá svekt að hafa sofnað.
Njóttu vel elskan mín, já ég er mikið að spá í að skella mér. Af hverju ekki, alltaf gaman að læra e-h nýtt, ekki það ég ætli að vinna við þetta. Bara gaman að kunna að nudda. Fara á nuddnámskeið, ekki nuddskóla, fæ svo að æfa mig á ykkur vinkonunum.
Silla Ísfeld, 4.6.2007 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.